Merkilegt knattspyrnusafn, um Skotann Róbert Jack, norður á Vatnsnesi

Knattspyrnuþjálfarinn, sem gerðist sveitaprestur
á Íslandi


2014-06-15_14_42_04.jpgSennilega eru þeir fáir íslendingarnir,sem ekki hafa heyrt séra Róberts Jack getið,svo mjög hefur hann orðið nafntogaður. Sögu hans þekkja þó líklega færri, sögu unga stórborgarbúans, sem hreint og beint „strandaði" á íslandi,þegar þjóðum heims laust saman í heimsstyrjöld. Ungi pilturinn var á heimleið frá knattspyrnuþjálfun í Vestmannaeyjum,og notaði sér tímann hér og gekk í guðfræðideild Háskóla Islands, þrátt fyrir að hann væri ekki beysinn í slensku.
2014-06-15_14_29_06.jpgSíðar varð Róbert Jack sveitaprestur í afskekktum byggðarlögum Íslands, jafnframt því sem hann hélt uppi nánu sambandi við heimaland sitt, Skotland, auk þess sem hann ferðaðist til margra annarra landa og upplifði ýmislegt sem hann hefur einmitt skráð í þessa bók.
Í bókinni kynnist lesandinn merkilegu ævintýri, merkilegri ævi, manni sem hafnar að taka við blómilegu fyrirtæki föður síns í heimaborg sinni, en þjónar heldur guði sínum hjá fámennum söfnuðum uppi á íslandi.
2014-06-15_14_31_55.jpgSéra Róbert er tamt að tala tæpitungulaust um hlutina,hann er mannlegur, vill kynnast öllum stigum mannlífsins,og segir frá kynnum sínum af ótrúlega fjölbreyttu mannvali í þessari bók.

Albert Guðmundsson skrifar formála að þessari bók.

Heimild: Mánudagsblaðið 20.01.1975

Land og saga
Séra Róbert Jack: knattspyrnuþjálfarinn, sem gerðist sveitaprestur á Íslandi. Eftir Robert Jack, Jón Birgir Pétursson
Útgefandi:Hilmir, 1974

Safnið er á Geitafelli og er stórmerkilegt aðallega í gömlum votheysturni og þar er prímus motor Róbert Jón Jack sonur gamla prestsins. Þetta er óvenjulegt framtak og geta fótboltaáhugamenn farið í pílagrímsferðir norður á Vatnsnes og fengið sér súpu í hádeginu. Það gerðum við Reykskjælingar eitt sinn í afmælisferð og 2014-06-15_14_29_44.jpghöfðum gaman. Að vísu er Manchesterliðið þar í fyrirrúmi og verða Púllarar og áhangendur annara liða að fara með bæn áður en þeir ganga inn í herlegheitin.

Þetta er nú eitthvað fyrir ferðaþjónustana á Íslandi að veita athygli.2014-06-15_14_38_03.jpg

2014-06-15_14_32_26.jpg

 2014-06-15_14_34_02.jpg2014-06-15_14_31_26.jpg


mbl.is Vilja sjá Skota í stúkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að sjá þessa umfjöllun, var einmitt að aka þarna framhjá áðan, er einmitt í gistingu á hóteli þarna rétt hjá held að heiti Þóroddsstaðir.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2016 kl. 19:09

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Kallast þetta ekki menningartengd ferðaþjónusta. Þetta er svona gott innleg inn í fótboltaumræðuna í dag.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.6.2016 kl. 19:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Þorsteinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2016 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband