Hundahald er með erfiðari málum í fjölbýli. Lögin eru skýr hvað þetta varðar, en sitt sýnist hverjum. Persónulega get ég alveg liðið hunda enda gamall bóndi, að því gefnu að hundar séu ekki sígeltandi og skítandi og mígandi allsstaðar og eigendur linir við að þrífa upp eftir þá. Eins er það bagalegt ef stórir hundar eru stökkvandi út um allt. Og þó þeir séu hættulausir í eðli sínu þá geta börn orði skelfingu lostin ef hundur flaðrar upp um mannfólkið.
Ég sé nú ekki rökinn í þessu máli að fólkið þurfi að selja húseignina, því lögin gilda allstaðar í þéttbýli og það væri til lítils að selja og kaupa annarstaðar og lenda í sömu sporum aftur og þurfa að bera kostnað af sölu og flutningi.
Að mínu mati virðast hundaeigendur ekki vilja þýðast löginn og telja þau tóma steypu.
Sjónarmið þeirra sem vilja ekki hafa hunda í fjölbýlishúsum eru skiljanleg og rétturinn er þeirra meginn, þó í þessu tilfelli getur einhver réttur verið fyrir hendi þar sem inngangur er sér eins og kemur fram í fréttinni.
Sumt fólk hefur ofnæmi fyrir hundshárum og hreinlega líður illa að hafa hunda í kring um sig.
Þá er þess að geta að hundu fylgja óþrif. Stutt er síðan þjóðin losnaði við sullinn en hann kom til af því að hundar voru að éta úrgang og hráa úr heimaslátrun og sullurinn geymdist í hundinum og gekk svo til mannsins. Þetta er nú blessunarlega liðin tíð. Þó geta fylgt hundum ormar og snýkjudýr sem bagi er af. Hundar nú til dags lifa flestir á hátíðarfóðri.
Fólk er hrætt við að ef einum er leyft að vera með hund í fjölbýli að þá er komið fordæmið og holskeflan getur riðið yfir.
Hundar eru yndisleg dýr og það getur verið þroskandi fyrir börn að umgangast hunda. Hluti af svon vanda sem kemur upp í fjöleignarhúsum getur verið valdabarátta. En lögin eru kýrskýr.
Ég var einu sinni staddur hér í útjaðri byggðarinnar og þá kemur ung kona akandi með hund. Hún ætlaði að fá sér göngutúr opnar skottið og hundurinn þýtur út og fer að elta fólk sem var í hlaupagiggi. Konan fórnaði höndum og missti algerlega vald á aðstæðum, enda virtist hún ekki hafa þekkingu á eðli hundsins, svona gerast hlutirnir og engin ber neina ábyrgð og allt fer í hundana.
Selja ef hundurinn þarf að fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.5.2016 | 10:40 (breytt kl. 11:29) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 334
- Sl. viku: 490
- Frá upphafi: 573827
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 441
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er allt á leiðinni í hundanna.......
Riddarinn , 27.5.2016 kl. 12:41
Það er ekki öllum vel við hunda.
Það er bara staðreynd.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 28.5.2016 kl. 05:30
Satt segir þú Birgir. Þess vegna kemur þessi staða upp og þess vegna eru sett lög um þetta sem mæla fyrir um hvernig með þessi mál skuli farið, ef ekki næst sátt um málin.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.5.2016 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.