Sjávarútvegsráðherra er að reyna misskilja þetta mál eitthvað ( lúmskur áróður). Skatturinn er hvorki á land eða landshluta. Hann virkar aðalega á hlutafélög eða rekstur sem stendur fyrir veiðum. Aðilar sem standa að slíkum rekstri í gegn um hlutafjáreign sína eru með búsetu víða í samfélaginu og ekki hvað síst á suðvesturhorninu. Þeir fá því aðeins minni gróða, þó þeir eigi auðvita rétt að fá vexti á þá peninga sem þeir keyptu hlut fyrir.
Málið er að taka eitthvað af arðinum, eitthvað pínulítið brot eftir að rekstrarkosnaður hefur verið greiddur til að stand undir t.d. þeim stofnunum sem þjónusta þessa rekstraraðila svo sem Hafró og Fiskistofu t.d.. Varla eiga þéttbýlisbúar á Suðvesturhorninu að halda þessum stofnunum uppi með skattgreiðslum sem þjónustar prívat fólk.
Alveg eins og veiðimaður við ár og vötn þarf að borga veiðileyfi og rjúpnaskytta þarf að borga veiðileyfi í einkalöndum, þá er eðlilegt að borga gjald fyrir að nota sjávarauðlindina.
Veiðigjöld ekki sanngjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.5.2016 | 15:09 (breytt kl. 15:58) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 381
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvers vegna á þá landeigandi sem selur veiðileyfi á rjúpu eða laxfiska, ekki að greiða samskonar gjald? Varla er rjúpan einkaeign landeigandans, eða laxinn í ánni. Eru þetta ekki hvoru tveggja náttúruauðlindir? Hvers vegna greiða hópferðabifreiðafyrirtæki ekki auðlindagjald? Er útsýnið ekki náttúruauðlind? Ef rukka ætti hópferðabifreiðafyrirtækin um auðlindagjald í sama hlutfalli og krafist er af útgerðinni, er hætt við að fáir nenntu að standa í því að skrölta með túrhesta um landið. Ef síðan á að setja allt á markað á hverju ári, hlýtur að blasa við, hvurslags della þetta er. Togari kostar milljarða, góð hópferðabifreið tugi milljóna. Umræðan um þessi mál er orðin fáránleg og svo vinstri skotin, að við uppsölum liggur, við lestur sumra ummæla.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 18.5.2016 kl. 00:30
Halldór, þetta eru vissulega athyglisveðar hugmyndir sem þú setur hér fram.
Sjónarmiðið sem ég byggi þarna á með laxveiðina og rjúpuna er stjórnarskrá bundin réttur eigenda að nota sína eign. En vissulega kemur laxinn úr sjónum. Á þau réttindi eða stofn er lögð fasteignaskattur. Rjúpan stendur þá út af, .
Útgerðin á ekki þessi réttindi en notar þau endurgjaldslaust í því liggur munurinn.
Bændur greiða t.d. fjallskilagjöld og nýta afréttir sem þeir í flestum tillfellum eiga ekki,en fjármunirnir eru notaðir til að hirða um afréttir og þjóðlendur, en þar er ekkert gjald fyrir fóðureiningar, beitin er ókeypis, en þar er beitarrétturinn byggður á þeirri hefð jarða frá landnámi þannig að hann er rótgróinn, en kvótinn var byggður á einhverjum þrem viðmunarárum.
Það gæti komið til þessa súrefni skorti og þá yrði nú úr vöndu að ráða fyrir rúturekstrarmenn. Aðlaatriðið þar er að vera með rétt stillt olíuverk.
Hagfræðin kennir að allt sem er takmarkað hækkar í verð.
Vona að þú náir þér í ælupestinni, hún getur verið bagaleg.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.5.2016 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.