Ég mun nú setj hér smá frásögn um útrás okkar nokkurra Reykjaskóladrengja þó fréttin sé að uppstöðu um samkynhneigt fólk, þá breyti það ekkert sögunni.
Á einu afmælismóti á RSK sagði einn kennari frá þegar Reykjaskóladrengir fóru í leiðangur um nótt á kvennavist á Grund sem var út á bakka.
Þannig var að Ólafur Kristjánsson skólastjóri þurfti að fara af bæ til Reykjavíkur. Bundumst við nokkrir og sammæltumst og töldum sóknarfæri að að fara um nóttin af vistinni og hlupum suður eftir. Ekki vorum við fyrr komnir út en miklir ljósgeislar af öflugum vasaljósum eltu okkur. Hurfum við snarlega niður fyrir fjörubakka og lágum þar í leyni en vorum snarlega gómaðir. Skildum við ekkert í því hvernig við fundumst. Skýringin kom hjá kennarnum í ræðu hans. Við höfðum nokkrir farið í kaupstaðinn og keypt okkur stígvél. Þau voru með sjálflýsandi rönd eins og margir kannast við. Þegar við hlupum niður fyrir fjörubakkan sáu kennararnir lappirnar hreyfast og gátu miðað okkur út og þá var spilið búið. En kennarinn spurði þessarar spurningar í ræðunni, sem var nú ef til vill ekki gáfuleg: ,,Hvað voru ætluðu þið að gera."
Ég stóð upp á eftir og útskýrði að við höfum sennilega ætlað að spila Marías við stúlkurnar. Þarna upplýstist sem sagt þetta mál eitthvað eftir 40 ár.
Allir vorum við kallaðir fyrir, held ég þegar Ólafur kom heim. Það sem hann sagði við mig man ég eins og það hefði gerst í gær.,, Þorsteinn minn og ég sem treysti þér." Meira var það ekki og vitaskuld hrundi ég yfir þessu mikla trausti sem ég naut og hafði brotið þann trúnað.
Mun það ei vara lengur.
Ríður bak við rekkjutjöld,
Reykjaskóladrengur.
Talinn eftir Lárus Þórðarson frá Grund.
Við vorum náttúrlega engir kórdrengir
Kynfrjáls í öruggu umhverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.5.2016 | 13:24 (breytt kl. 13:24) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 381
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Marías var vinsælt spil
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.5.2016 kl. 13:37
Ólafur kristjánsson var stærðfræðkennari minn á Núpi,með okkur er líka skyldleiki,gaman að heyra af honum þar sem hann var skólastjóri.
Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2016 kl. 21:31
Stígvélin? Nei góði maður. Ugglaust voru kennararnir líka á leiðinni á Grund.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.5.2016 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.