Ég hef haft um það hugboð í langan tíma að það geti komið til þess að Davíð Oddson langi til að verða forseti Íslands. Þetta er einungis hugboð sem hefur verið að veltast um í kollinum á mér um nokkurt skeið. Fyrir því eru nokkrar ástæður.
1. Sjálfstæðismenn hafa oft rennt hýru auga til Bessastaða og að getað helgað sér forsetann, en aldrei auðnaðst það.
2. Nú eru kjöraðstæður til þess:
a) margir frambjóðendur gera það að verkum að fylgið kemur til með að tvístrast á marga og hægt að komast inn á lágri prósentu tölu.
b) ef einn sterkur frambjóðandi kæmi fram sem væri tengdur Sjálfstæðisflokknum maður talar nú ekki um fv. leiðtogi flokksins gæti kjarnafylgi xD dugað til að koma kandidat að og Davíð nýtur mikils stuðnings Sjálfstæðismanna og þeir mæra hann við hvert fótmál.
(a+b) En þetta er bara hugboð og það hefur styrkst eftir birtingu greinar eftir Hannes H. Gissurason í Morgunblaðinu nú fyrir skömmu og allar flottu myndirnar af Davíð og eftir því sem mér skilst að blaðið hafi verið borið út mjög víða.
Herfræðinn er þá þessi að sem flestir bjóði sig framm. Það þarf að fara hljótt og söfnun meðmælenda er tiltölulega auðveld þar sem einungis þyrfti að setja bensín á kosningavél xD og fara eins og hvítur stormsveipur um landið á síðasta fresti.
Góðr stundir á hátíðar degi verkalýðsins.
Lokaákvörðunin var auðveld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.5.2016 | 18:02 (breytt kl. 20:45) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 12
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 94
- Frá upphafi: 573379
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 67
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.5.2016 kl. 18:16
Bjóði Davíð sig fram, sem á eru vaxandi líkur, þá er líklegt að aftur verði pólskipti á fylgi Ólafs Ragnars. Hægri menn munu samstundis gleyma því að þeir hafi tekið Ólaf í heilagra manna tölu og hverfa undir feld foringjans.
Vinstrimenn munu fylkja sér að baki Ólafs, þó ekki verði til annars en sýna Davíð hvar hann keypti ölið.
Sjálfstæðismaður er ekki á leiðinni á Bessastaði í náinni framtíð, þó hann heiti Davíð og sé hálfguð. Þjóðin sér til þess.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2016 kl. 19:16
Hvurn andskotann ætlar Davíð að fara fram í fílósófíuna sem smellt er fram?
Hann myndi setja allt á annan endan með framboði. Nóg er bullið samt !
Sindri Karl Sigurðsson, 1.5.2016 kl. 19:20
Ef hann byði sig fram yrðu það sennilega eitthvað af þeim sem að öllu óbreyttu myndu styðja Ólaf Ragnar sem myndu ljá honum atkvæði sitt. Það myndi að sjálfsögðu auka líkur á að Andri Snær komist inn á 25% fylgi. Og eru þá ekki allir sáttir ?- eða hvað?
Jósef Smári Ásmundsson, 1.5.2016 kl. 19:21
Held að Guðni Th Jóhannesson sé þokkalega góður drengur.
En veit ekki hvernig hann stendur sig við átök gegn utanaðkomandi múgæsingsfjölmiðla-áróðursþrýstingi. Það þarf gífurlega sterkan og réttsýnan lýðræðisforingjahæfan einstakling, til að standa gegn utanaðkomandi fjölmiðlaþrýstingi pólitískra heimsafla.
Forseti mun þurfa að takast á við þrýsting og átök, sem geta verið mjög afdrifarík fyrir samfélagið. Það skiptir miklu máli að forsetaframbjóðendur geri sér grein fyrir hversu mikið öldurót er í kringum þetta embætti á Íslandi, þessa daga, og næstu vikur misseri og ár.
Undarlegt að fylgjast með hvernig fólk telur sig vera að sinna lýðræðinu í sínu eigin hjarta, með því að reyna að reikna út hver muni sigra?
Hjarta hvers og eins kjósanda sigrar ef hver og einn kýs samkvæmt hjartanu. Sigurinn felst í að hafa kosningarétt. Sama hver sigrar í forsetakosningunum, þá er stuðningur við sitt eigið hjarta hið raunverulega frelsisins lýðræði.
Um það snýst hjartans frjálsa lýðræðið, að standa og falla með sinni hjartans sannfæringu. Sannleikur hvers og eins kemur ávalt innanfrá hvers og eins hjarta.
Sigurinn felst í að standa með sannleikanum í hjartanu en ekki líklegum úrslitum kosninga.
Þetta er svo gífurlega mikilvægt, en þó of oft vanmetið ófrávíkjanlegt prinsipp í lýðræðiskosningum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.5.2016 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.