Stefna Framsóknarflokksins

Á heimasíðu Framsóknarflokksins segir svo í inngangi:

,,Grundvallarstefnuskrá flokksins er kjarninn í stefnu flokksins – eða það leiðarljós sem önnur stefnumótun byggist á."

Skildu þeir ná að afgreiða búvörusamninginn áður en þing verður rofið. Nú fara bændur að ókyrrast enda þurfa þeir að fara staðfesta áburðarpantanir og þess háttar fyrir vorið.

,, Við megum ekki gleyma því, að í landinu hefur myndast hópur fjárglæframanna, sem aðallega gerir sér að atvinnu að stofna til félaga, sprengja þau og hirða molana.Þeir menn eru lausir við flestar siðlegar hömlur. Fjárgræðgin knýr þá áfram; hegningarhúsið er það eina sem þeir forðast. Þess vegna beita þeir kænsku sinni til að svíkja lögum samkvæmt; þvílíkir ræningjar eru mestu skaðræðismenn samtíðarinnar.

Svo skrifar Jónas frá Hriflu í Skinnfaxa árið 1913 6.tbl. bls. 42. Ætli Framsókn stefni nokkuð að hafa þessi orð Jónasar til einhverrar stefnumótunar í stefnu flokksins bráðlega.

Af hverju er Framsókna alltaf að lenda í einhverjum ævintýrum mis góðum; Olíumálið, Klúbbmálið og svo þetta? Það virðist vera álög á flokknum að flækjast í allskonar drullupytti.


mbl.is Hrólfur lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2016 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband