Nú er maður að sjá á vefmiðlum að faðir forsætisráðherra er sagður með hundruðir milljóna í skattaskjólum hvað sem hæft er í því.
Ég held að forsætisráðherra sé að verað bensínlaus og því hafi hann kallað út sveit Frammara til að ýta. 700 hundruð eru til að ýta og 10.000 ýta á móti. Eða eins og Jónas kvað:
Það er svo bágt að standa í stað/ og mönnum munar/ annaðhvort aftur á bak/ ellegar nokkuð á leið.
Hann gæti líka farið upp í Bláfjöll og fengið salíbunu niður þar hann kæmist alltaf upp í lyftunni.
Séreign getur myndast með arfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.3.2016 | 16:10 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 139
- Sl. sólarhring: 206
- Sl. viku: 2522
- Frá upphafi: 572234
Annað
- Innlit í dag: 133
- Innlit sl. viku: 2268
- Gestir í dag: 133
- IP-tölur í dag: 131
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar getur maður séð það svo áreiðanlegt og óyggjandi sé?
Ef þessi svokölluðu trúnaðargögn RSK/skattrannsóknarstjóra eru farin að leka út á vefmiðla þá er full ástæða til þess að birta nöfn og tölur opinberlega, á öllum miðlum!
Kolbrún Hilmars, 29.3.2016 kl. 17:24
Kolbrún. Athugaðu þetta.
https://fncd.net/v?id=_OTVD7t
Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2016 kl. 17:27
Of mikið "flass" þarna, Guðmundur. Ég vil fá að sjá listann sem keyptur voru fyrir okkar skattpeninga. Alls ekki víst að sá sé trúverðugri en hinn - en þá má líka bara birta þá báða! :)
Kolbrún Hilmars, 29.3.2016 kl. 17:38
Ég óskaði eftir því að fá afhent afrit af þeim lista frá skattrannsóknarstjóra, en var synjað. Ég kærði þá synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem staðfesti synjunina. Ein af þeim ástæðum sem lágu til grundvallar var sú að tilgangur gagnanna væri sá að nota við rannsókn á sakamáli, en samkvæmt lögum njóta slík rannsóknar leyndar a.m.k. á meðan rannsókn stendur. Af þessu hlýtur maður að draga þá ályktun að það verði einhvern mál rannsökuð sem sakamál á grundvelli þessara gagna, annars væri það ekki nothæf ástæða til þess að synja mér um aðgang að þeim. Ég vona bara að þessi fyrirheit verði efnd, og það verði skoðað rækilega hvort gögnin gefi vísbendingar um skattsvik sem þurfi að rannsaka. Það væri svo ágætis verkefni fyrir góða rannsóknarblaðamenn að fylgja því eftir við skattrannsóknarstjóra að eitthvað haldbært komi út úr þessum rannsóknum.
Hér má lesa umræddan úrskurð: 559/2014. Úrskurður frá 17. nóvember 2014 | Uppkveðnir úrskurðir | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
Varðandi tengilinn sem ég setti inn hér að ofan, þá mun væntanlega koma í ljós hvað í honum felst á næstkomandi sunnudagskvöld. Ég veit ekki meira en það svo ég ætla að fylgjast með því á sunnudaginn og svo hvernig fréttir annarra fjölmiðla verða á mánudaginn.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2016 kl. 18:23
"... slík rannsóknargögn..." átti að standa þarna
Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2016 kl. 18:24
Hver er meintur glæpur forsætisráðherra?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.3.2016 kl. 20:39
Ég hef ekki tekið eftir því að forsætisráðherra hafi verið sakaður um glæp beinlínis, það er að segja refsivert athæfi.
Hinsvegar liggur fyrir að hann braut stjórnsýslulög, því viðurkenning á slíkri háttsemi kom fram í hans eigin yfirlýsingum.
Brot á stjórnsýslulögum er ámælisverð, sérstaklega þegar um æðsta embættismann þjóðarinnar er að ræða, en þau eru ekki refsiverð.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2016 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.