Látinn er Runólfur Aðalbjörnsson bóndi Hvammi í Langadal A-Hún. 82 ára að aldri. Ég átti þess kost að kynnast honum, þá er ég starfaði hjá Búnaðarsambandi A-Hún. sem sæðingarmaður og ráðunautur. Kom ég því oft á bæinn en þar var rekið myndarlegt kúabú. Þess má geta að í Hvammi hófst hið skipulega kynbótastarf með sæðingu fyrstu kýrinnar 13. maí 1963.
Bærinn í Hvammi stendur ásamt fjósi, skammt ofan brattra en grösugra fjallshlíðar, kippkorn utan Hvammsskarðs. Neðan fjallsrótanna er allvíðáttu mikið undirlendi. Land jarðarinnar er ekki stórt, eins og stendur í Húnaþingi 2 bindi, en grösugt og gott undir bú. Það var afargott að að umgangast Olla, þetta var svona svipað og hjá Toyota engin vandamál bara lausnir, vínarbrauð og kaffi. Seinna vorum við félagar í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps sem var mjög gefandi.
Í Morgunblaðini í dag er ritaðar nokkrar minningargreinar um Olla og leyfi mér að reika um þær og endursegja þar ýmislegt.
Dóttir hans Svala hérðsskjalavörður á Blönduósi ritar minningarorð um pápa sinn og lýsir samskipum sínum við hann og hve hann sýndi öllu áhuga sem hún tók sér fyrir hendur og gott væri að leita til hans um ráð og að hann væri alltaf hreinskilinn. Og svo öllu skopinu og húmornum og að fá pápa sinn til að hlæja og reka upp rokur, en Olli smitaði alla af hlátri sem voru með honum við leik og störf. Minningarorðum lýkur dóttir hans á kvæðinu, Þú Langi-Langidalur eftir F.Hansen/A. Árnadóttir, en það má segj að er þjóðsöngur Langdæla.
Þá mælir afastelpan Nína nokkur orð um gamla grandföður sinn og er það allt ívaf um samverustundir og hlýleik afa gamla, mjög gott og innilegt. Rifjaðar upp samverustundir og ýmislegt um liðnar stundir við leik og störf.
Þá eru nokkur kveðjuorð frá formanni Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps Erlingi Birki Erlingsyni lögreglumanni á Blönduósi þar sem hann rifjar upp samskipti innan kórsins f.h. kórfélaga. Einnig voru þeir grannar á Blönduósi. Lýkur hann minningarorðum sínum á kvæði eftir Jónas frá Ártúnum, Ég skal vak í nótt meðan svanirnir sofa, sem er eitt af kennileitum kórsins í lagavali.
Sigurjón Guðmudsson frá Fossum segir frá vináttu sinni við þau hjón Olla og Sillu í Hvammi en þeir störfuðu lengi saman í kórnum, en Olli var starfandi í kórnum í yfir 50 ár. Þar er tíundað þessi glaðværð og húmor sem var Olla svo töm. Þeir Sigurjón og Olli hafa starfað saman í fjórum kórum og það er ekki svo lítið félagsstarf sem þeir hafa innt af hendi.
Að lokum greinir Ómar Ragnarsson skemmtikraftur, fjölmiðlamaður og öræfajarl frá dvöl sinni í Hvammi og taldi að sú dvöl hafi verið mótandi á sig og það hafi verið gæfa sín að fá að dvelja hjá þessu góða fólki 5 sumur í ,, nóttlausri voraldarveröld" Hann segir þar frá hugsjónakonu sem dvaldist í Hvammi sem tók að sér fjóra niðursetninga allt konur og ól önn fyrir þeim, svona var samtryggingarkerfið í þá daga þegar ,, Ómar hafði hár."
Hann greinir líka frá því að að Olli hafi spilað á nikku og líkur svo minningarorðunum á því að nú sé þessi kynslóð að hverfa sem hann ólst upp með og gerði sveitina að ævintýri fyrir borgardreng, en vonandi endist ævintýrið enn í Langadal eða eins og einn Bakaásamaður sagði við mig í dag, sko það voru allir kallaðir út á hlað, þegar Ómar var að lenda Frúnni í Hvammi, það var svo mikið ævintýri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.2.2016 | 16:57 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 573269
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.