Konan sendi mig út í búð að kaupa mjólk. Ég hlýddi eins og ég geri alltaf og skundaði að kælinum og tók tvær laktósafríar fernur frá Örnu að vestan að ég taldi. Þegar afgreiðslustúlkan sagði hvað þetta kostaði eða 798 kr hrökk ég illilega við og fór að skoða málið þá var þetta innflutt mjólk frá mjólkurfyrirtæki í Svíþjóð sem heitir Arla. Umbúðirnar eru líkar, bláar og hvítar.
Mér þótti málið svo forvitnilegt að ég tók eina hyrnu frá MS sem ég borgaði 208 kr fyrir hin fernan var frá áður nefndu fyrirtæki í Svíþjóð og varð ég að greiða 398 kr fyrir líterinn.
Ég hugsaði mér hvað er hér að gerast? Hef aldrei séð nýmjólk í búðum hér sem er framleidd í öðru landi en okkar eigin landi.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu. Tekið skal fram að um laktósafría mjólk er að ræða í báðu tilfellum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.11.2015 | 17:11 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 38
- Sl. sólarhring: 185
- Sl. viku: 524
- Frá upphafi: 573861
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 469
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu búinn að mæla hvort mjólkin er raunverulega lakdósafrí?
Það hefur nefnilega einhverra undarlegra hluta vegna komið fyrir á Íslandi, að eftirlitskerfið virkar ekki eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Gleymum ekki að vera á eftirlits-aðhaldsvarberginu öðru hverju.
Heimurinn verður ekki betri en við gerum hann sjálf. Gömul og ný sannindi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.11.2015 kl. 17:45
Heiriði, er ekki hægt að spyrja þá Svíana að því af hverju skyrið Íslenska er uppurið í Svíþjóð? Arla fór að búa til eitthvað sem heitir "kvarg" og þá hvarf skyrið af markaðinum. Úr því sænsk mjólk er kominn til Íslands, þá er hægt að hleypa skyrinu hingað ... maður er að drepast úr skyrleysi.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.