Íbúar í Þorrasölum og nágrenni hafa tekið eftir framkvæmdum við svo kallaðan Arnarnesveg sem á að liggja frá hringtorgi á Reykjanesbraut upp í gegn hjá Þorrasölum og áfram upp eftir. Þetta verður raunveruleg hraðbraut. Eftir skilti sem hefur verið sett upp við nýbyggða húsagötu er Vegagerðin byggingaraðili og er búina að taka í sundur gamla veginn sem íbúar hafa farið. Engar upplýsingar hefur maður rekist á um þetta verk. Veit einhver hvernig umferð hjólandi og gangandi fólks verður háttað hér á meðan Arnarnesvegurinn verður lagður? Tel óvunandi ef ekki er hægt með góðu móti og með öryggi að komast á göngustíg meðfram kirkjugarðinum. Auk þess finnst mér það lélegt af bæjarstjórn Kópavogs að vera ekki með neina upplýsingamiðlun varðandi þetta verk. Það væri nú lámark að send dreifibréf til íbúa á svæðinau um þessar framkvæmdir varaðandi verktilhögun og verklok t.d. Bendi á að börn eru gangandi hér í skóla í myrkri og alskonar veðrum. Foreldrar með kornabörn í vögnum. Engar stætisvagna samgöngur eru komnar á svæðið þó það sé að verða fullbyggt og fleirihundruð atkvæði í uppnámi. íbúar þurfa að ganga fleiri hundruð m að biðstöð við Salalaug. Svæðið óupplýst og erfitt og eiginlega ómögulegt yfirferðar þegar fer að snjóa. Í raun þarf að afmarka svæðið sem næst stendur byggðina með girðingu eða eftirliti því erfitt getur verið fyrir bílstjóra og stjórnendur þungavinnuvéla að hafa augu með forvitnum börnum sem geta verið á ferð á vinnusvæðinu. Hætt er við að stórir skaðar geti orðið á fólki ef ekki verður hið snarasta brugðið við. Hætt er við að fylgi dali hjá flokkunum ef ekkert verður að gert og er það sanngjörn krafa að upplýsa um verktilhögun og framgang verksins, öllum til hagsbóta. Sú krafa er hér með sett fram í allri vinsemd.
Þorsteinn íbúi í Þorrasölum 5-7 Kópavogi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.11.2015 | 20:36 (breytt kl. 20:36) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.