Það er skelfilegt fyrir fólk að lenda í þessu og ánægjulegt að ekki urðu slys á fólki. En það er gott að þessi mál eru kominn í sviðsljósið. Það verður þá eitthvað hugsanlega gert í þessum öryggismálum. Ég gerði mér sérstaka ferð á fund eins borgarfulltrúa fyrir ári síðan og bent á að vegurinn er alltof nálægt stofnæðinn frá Nesjavöllum og það gæti augljóslega skapað hættu og ekki ætti ekki að leyfa almenna umferð þarna sérstaklega að vetri til í hálku. Bíll hefur áður lent á mannvirkinu og má enn sjá glerbrotin á slysstað. Ég hef ekið þarna tvisvar á dráttarvél og hafði gott næði til að íhuga þessi mál. Í annað skiptið var ég að koma ofan frá Hvanneyri og ók Skorradal- Uxahryggi- Skógarhóla og Nesjavelli. Allstaðr er greiður aðgangur að þessu mannvirki og það óvarið.
Eitt sinn var leyfður rallýakstur þarna og vakti ég athygli á því á obinberum vettvangi hversu arfavitlaust það væri. Það sem þarf að gera er að færa veginn um 10-20m til SA sennilega og hafa vegrið sem tæki við árekstrinum ef til hans kæmi, þannig verk eru framkvæmd með skurðgröfum og jarðýtum og er frekar eindregin og auðveld framkvæmd en kostar vitaskuld peninga. Það yrði bágt ástandið ef stofnæðin færi í sundur á Þorra í 20-25 stiga frosti. Hræddur er ég um að einhver mundi góla þá, og hvar væri þjóðfélagið statt við slíkar aðstæður. Varla yrði nokkur dreginn til ábyrgðar. Þessi vegur er á forkastanlegum stað svo liggja rollurnar undir mannvirkinu og lömbin stökkva upp á vegin og ökumaður getur ekkert gert og er vorkunn. Það er eins og allstaðar sé heimskan í fyrirúmi hjá okkur Íslendingum. Nú verður eitthvað að gerst í þessum öryggismálum.
Þetta er um líf og dauða fjölda manns að ræða ef stofnleiðslan færi í sundur í miklu frosti og gæti órsakað gífurlegt tjón. Í raun ættu Almannavarnir ríkisins að ganga í þetta mál.
Betur fór en á horfðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.9.2015 | 14:12 (breytt kl. 14:17) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt sinn þykknaði eða fraus í olíuleyðslunni til kyndingar bæjar míns að það slokknaði á kyndingunni. Þetta var á nýársnótt og mikið frost. Bærinn kólnaði mjög fljótt. Tók ég það ráð þar sem ekkert tæki fór í gang og síminn virkaði ekki að hlaupa til næsta bæjar þar sem bjóð úrræða góður og vel útbúinn bóndi. Ég var með alskegg á þessum tíma og var frosið fyrir kjaftinn á mér þegar ég hitti bónda og var hann mjög hissa, en brást vel við og græjuðum við málið á klukkustund með gasi og mátti ekki tæpara standa að það færi ekki að frjósa á ofnum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.9.2015 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.