Óæskilegar akstursvenjur í þéttbýli

Nokkrar hugleiðingar um akstursvenjur.

1. Yfirleitt of mikill hraði.

2. Stefnuljós ekki notað.

3. Bifreið svift á of miklum hraða inn í hringtorg.

4. Ekki stöðvað eða hægt á sér þegar ekið er inn í hringtorg.

5  Kjaftað í síma, fólk út á þekju og veit ekki í hvaða heimi það er.

6. Skrifa SMS við stýri afleitur og hættulegur ósiður.

7  Of langt bil á milli bíla, aksturbrautinn illa nýtt.

8. Seint farið af stað á grænu ljósi, fáir bílar komast yfir á stuttu grænu ljósi.

9. Snyrting og speglun í akstri. Tekur athyglina frá akstri.

10. Of lítill hraði á þungum akreinum ef leiðin er greið fram undan. Léleg nýting

akreinar, gæti flutt fleiri bíla á tímaeiningu.

11. Þungaflutningabílar á vinstri akrein að þarf lausu.

12. Stefnuljós á, þegar ekki stendur til að beygja.

13. Ekki stoppað fyrir gangandi umferð á göngubrautum.

14. Hjólreiðafólk of djarft í umsvifum sínum og stundum illt að sjá það þó það hafi batnað til muna.

Ýmsilegt er eflaust fleira sem hægt er að benda á sem betur mætti  fara hjá okkur. Aðalatriðð er að sýna kærleik og elskusemi í umferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband