Þegar Blönduvirkjun var í undirbúningi þurfti að taka ákvörðun um flutningaleiðir fyrir þungavöru og þar með hversu fremri Blöndubrú við Syðri-Löngumýri væri öflug og traust. Man ég að Jón Bjarnason frá Haga í Þingi var um tíma með trukk við að meta styrkleika brúarinnar ásamt sérfræðingum sennilega frá Vegagerðinni. Sýndist mér að trukkurinn færi með mis þungt hlass út á miðja brúna og svo var tekið mið og athugað hversu brúin sigi og eitthvað fleira sem ég kann ekki skil á. Út frá þessum þungaþolsmælingu hefur svo verið tekinn ákvörðun um hversu brúin væri sterk og þolin ásamt skoðun á steypu og vírum sem halda brúnni uppi, en brúin er hengibrú.
Vegna þessarar fréttar um hrun brúar við Grímstungu sem er gömul brú sem hefur verið búin að þjóna kynslóðunum lengi og í raun kominn á afskriftarpunkt þegar hún er sett þarna upp, hvernig viðhaldi og eftirliti sé háttað með þessum gömlu brúm.
Þessi brú er sjálfberandi járnbrú með tímburgólfi ef ég man rétt. Mekkanóið er boltað saman með járnboltum. Það er þekkt í skipum að yfirfara þarf slíkar festingar. Sætin sem boltarnir sitja í fara að ryðga og þá minnkar styrkleikinn. Þá leikur ryð og tæring allt járn illa og minnkar burðinn. Þegar maður var að rústberja og menja járn til sjós hér fyrr á síðustu öld barði maður oft stórar ryðhellur af stálinu og gat hort á heilu stórborgirnar í geng um gat á lensportunum. Þess vagn er fróðlegt að vita hvernig skoðun og mat er háttað á svona mannvirkjum hjá veghaldara sem er í þessu tilfelli væntanlega Vegagerð ríkisins.
Í þessu tilfelli verður væntanlega útbúið gott vað á Vatnsdalsá og svo gleymist þetta mál og verður vegurinn brúarlaus nema til sé á lagar gömul brú sem má nota.
Myndin af brúnni í færslunni er af brú yfir Mjóafjörð í Ísafjaraðrdjúpi. Djúpmenn eru verðmætir og fá því þessa prýðilegu brú. Spurningin er hvort það sama gildi um Vatnsdælinga?
Efri brúin yfir Vatnsdalsá hrundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.8.2015 | 14:10 (breytt kl. 16:20) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 573261
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.