Þessi fyrirsögn er tekinn úr héraðsblaðinu Vesturland 16. júlí 2015 bls.10 sem ég rakst á á ferð minni um Borgarfjörð, Dali og Strandir nú nýverið.
Enfremur segir þar:,, Orsök ærdauðans í vetur er enn óljós samkvæmt fyrstu áfangaskýrslu Matvælastofnunar en niðurstöður úr rannsókn á blóðsýnum í Noregi er að vænta í lok mánðarins."
Síðar í fréttinni segir að margar þeirra kinda sem krufnar voru drápust úr næringarskorti þótt þær hafi augljóslega étið fram á síðustu stundu en krufning hefur ekki varpað skýrara ljós á orsök vandans.
Skrítið að orsök horfellisins séu óljósar þótt ærna hafi hafi drepist úr næringarskorti.
Nú er það svo að spurningalisti hefur verið sendur til bænda og hafs svör borist sem verið er að vinna úr og er það góðara gjalda vert.
Jónas Elíasson prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands tjáir sig um þessi mál í Morgunblaðinu í dag þar sem hann beinir sjónum að efnum sem losnuðu vegna goss í Holuhrauni og gætu verið skaðleg og telur að betur þurfi að rannsaka þessi mál.
Gos í Holuhrauni hófst 29 ág. 2014. Hirðing heyja hefur þá að mestu verið lokið, þannig að ekki hafa þessi efni verið í vetrarfóðrinu, en nokkur tími hefur þá verið eftir af haustbeitartíma fjárins. Hvort þessi efni hafi verið í vorbeitinn er erfitt að segja til um nema með ýtarlegum mælingum, en oft er töluverðt túna slóðadreginn og við það hripar ryk og óhreinindi niður og svo eru vorrigninagr tiltölulega fljótar að þvo gróðurinn og leysa áburð og efni og færa hann niður í svörðinn.
Hitt stendur eftir að við upphaf vorbeitar virðist einhver hluti fjárins alla vega sá sem drapst verið orðinn magur.
Það má allavega ráða af grein sem Jón Viðar Jónmundsson starfsmaður Bændasamtaka Íslands ritar í síðasta Bændablað, þar sem ýmsir vinklar eru settir á þetta mál.
Þar er m.a. velt upp því sjónarmiði hvernig menn hófu sýn á það að hér væri um smitsjúkdóm að ræða. Fyrst þegar ég heyrði um þá tilgátu, þóttist ég geta séð í gegn um hana fyrir mína part og fannst að þar væri verið að leiða umræðuna í aðra átt og á villigötur.
Það sem vantar í þessa mynd og er væntanlega týnt og tröllum gefið er gögn um holdstig fjárins við dauða.
Það þykir mikil vanvirða ef fé ferst vegna vanfóðrunar þó fyrir því geti legið ýmsar ástæður, svo sem innvortis mein, tannlos, lélegt fóður og að ær misgangist vegna kjarkleysis og hlédrægni og hafi sig ekki að garðanum og of þröngt á fénu.
Bloggari var alinn upp við, að við ásetning var skoðað upp í hverja kind og hún metin hvort hún væri ásetningsfær. Snemma voru lakari ærnar teknar frá og fóðraðar sér og þeim hyglað mjög snemma, jafnvel hnoðað rúgdeig og einstaklingu gefið sér. Þetta var nákvæmnis verk en gat oft borgað sig því dæmi var að við slíkt atlæti gætu gamalær komið upp 18-20 kg dilk, ef þær skjögruðu á móti nýgræðingnum að vori, þá hresstust þær.
Þetta mál kemur á endanum til kasta landbúnaðarráðherra og stjórnar Bjargráðsjóðs þegar farið verður að skoða hvort tjónið verði bætt með peningum úr sjóðnum.
Mér skilst að vorskoðun forðagæslunnar sé aflögð og bændir geri sjálfir skýrslur sínar að hausti og leggi mat á vetrarforða og ásetning. Oft eru sauðfjárbændur að heyja óáborin tún seint og geta komið slíku fóðri í rúllur, en það fóður er puntur og tréni og lítið næringargildi í slíku fóðri.
Ég held að það sé eitthvað mjög mikið að á sumum býlum í sveitum landsins og dreg ég þá ályktun af þeim draslaragangi og ónákvæmni í búskap og búfræði, sem viðgengst og birtist m.a. í því að rúllubaggaplast er á víð og dreif í haga og veldur náttúruspjöllum. Illa er gengið um heyrúllur og fer mikið fóður forgörðum við slík háttsemi. En svona vilja menn hafa þetta eða hvað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.7.2015 | 17:50 (breytt 26.7.2015 kl. 12:05) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 573262
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála þér. ,,Draslaragangur" og leti ? virðast vera afar algeng hjá Íslenskum bændum. Og umgengni um jarðir og tún sanna að stoltum bændum fer fækkandi. Þá held ég að kunnátta og væntumþykkja sé mun minni en áður, þegar hver einasta skepna fékk sína athygli og umönnun.
Nú er þetta meira svona ,,verksmiðjubúskapur" og vinna, frekar en hugsjón og gleði.
Börkur Hrólfsson, 26.7.2015 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.