Á MF Ferguson 35 X um landið, aðrar dráttarvélar hefðu gefist upp, væntanlega

Gamlir kúskar frá Valdarási í Fitjárdal í V-Hún., fóru í skemmtireisu á Ferguson hringin í kring um landið. Það hefur örugglega verið heillandi viðfangsefni, en lýjandi. Röskir menn hjóla þetta á 45-50 klst, en þeir félagar hafa þurft að hitta bændur og búa líð.  Skrifari fór og hitti kappana þar sem þeir voru komnir í áfanga upp við Rauðavatn í dag.

Að því tilefni langar mig að koma með upplýsingar um þá vél sem prýðir þetta blogg til lærdóms fyrir þá sem eru að gera upp gamlar vélar og myndir af því er hún var flutt upp á Árbæjarsafn en hún var þar til sýnis stubb úr sumri. Skemmtilegt er að skrá eigendasögu vélarinnar og þar getur kennt ýmissa grasa. Síðan er skemmtilegt að skrá hvað var gert vélinni til góða og í hvernig ástandi hún var og annað það sem eigandi vill koma á framfæri.

 Hér kemur þetta:

_rbaejarsafn_1_juli_2007_009.jpgMassey Ferguson model ’58 Hd-301

 

Eigendasaga:

Fyrsti eigandi var Erlendur Eysteinsson bóndi á Beinakeldu í A-Hún.

Síðar oddviti og verkhugmyndafræðingur að Stóru-Giljá. Hann átti vélina í eitt ár.

 

Annar eigandi var Þórður Þorsteinsson bóndi og sýslunefndarmaður, Grund

A-Hún. Hann virkjaði bæjarlækinn upp úr 1946 og var baráttumaður fyrir Blönduvirkjun Hann féll í sýslunefndarkosningum fyrir andstæðingum Blönduvirkjunar. Hann átti vélina til 1999. Vélin fékk alla tíð góða umhirðu og var aldrei þjösnast á henni.

 

_rbaejarsafn_1_juli_2007_020_1264805.jpgÞriðji eigandi er Þorsteinn H. Gunnarsson fv. búfjárræktarráðunautur Búnaðarsambands A-Hún. og bóndi á Syðri-Löngumýri og síðar Reykjum A-Hún. Einnig endurreisti hann jörðina Hnjúkahlíð 1985. Hann keypti vélina til að varðveita hana en notaði hana við hrossastúss að Hallanda Hraungerðishreppi Árnessýslu.

Hann hóf endurbætur á vélinni upp úr 2000 og lítur á verkið sem varðveislu menningarverðmæta og hluta af búnaðarsögu.

 

Verkefnastaða

 

  1. Afturfelgur sandblásnar og þær málaðar
  2. Slanga ný í öðru afturdekki og heil afturdekk
  3. Framfelgur málaðar, dekk heil
  4. Þjöppuprófaður góð þjöppun, spíssar og olíuverk stillt, tímakeðja orðin rúm
  5. Startari viðgerður og málaður
  6. Húdd ryðbætt sandblásið og grunnað
  7. Grill sandblásið grunnað og málað
  8. Dynamór yfirfarinn. Nýr sviss. Sæti lagað
  9. Bretti viðgerð og sandblásin sætið sandblásið og allt grunnað
  10. Gírkassi opnaður og athugaður. Leit út eins og nýr.
  11. Vélarbolur sandblásin grunnaður og málaður
  12. Yfirbygging sprautuð með rauðum lit
  13. Bretti sett á
  14. Miðöxull á frambita renndur og sett ryðfrí lega í bita
  15. Nýjar hosur á vatnskassa
  16. Eldsneytistankur grunnaður og málaður
  17. Mælaborð málað
  18. Ampermælir settur í mælaborð
  19. Sett nýtt stýri á vélina
  20. Lofthreinsari endurgerður
  21. Nýr 105 amper geymir
  22. Húddið sett á. Númer löguð og blettuð.
  23. Glóðarkerti og forhitari lagaður.
  24. Gangsett og allt virkar.

 Þorsteinn H. Gunnarsson


mbl.is Keyrðu hringinn á 27 km/klst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband