Það er margt Framsóknarmanna í Skagafirði. Þetta hefur verið eitt sterkasta vígi þeirra síðan á Sturlungaöld frá því Sturla Sighvatssson var drepinn skelþunnur í réttinni á Örlygstöðum. Atkvæðavægi til kosninga til Alþingis er þar helmingi meira en í öðrum kjördæmum.
Nú er það svo að ekki er hægt að saka íbúa heils héraðas um að vera glæpamenn, það er fjarri lægi, þó sagan hafi verið stormasöm og margir atburðir gerst í héraðinu. En hvort eitthvað Mafíuhreiður sé þar enn til staðar skal ósagt látið og verða að fara framm ítarlegri rannsóknir á því hvert eignir Samvinnumanna fóru.
Það er mikill miskilningur að Sambandið, SÍS, hafi orðið gjaldþrota. Þvert á móti voru einhverjar eignir til þegar Landsbankinn tók það yfir og stofnaði félagið Hömlur utan um þær.
Fyrir þessum ráðstöfunum var aldrei, svo ég vit, gerð grein, innan félagskerfi Samvinnuhreyfingarinnar og á fulltrúafundum. Alla vega sótti ég deildarfundi og stundum aðalfundi Samvinnufélagana KH og SAH og aldrei var kynnt neitt uppgjör þar þessu lútandi.
Svo voru bara einhverjir prinsar búnir að eignast skipafélag og slátur úr Sambandinu og orðin talsverður sláttur á mönnum.
Ætli það sé ekki eitthvað slíkt sem Birgitta sé að hugsa, hvar hugmyndafræði flokks þeirra á lögheimili?
Birgitta er alveg manneskja að koma fram í þessu máli en ég held að hæpið sé að ætlast þess að stjórnmálamenn gangi fyrir hversmans dyr og hneygi sig og biðjist afsökunar á stjórnmálastarfi sínu, þó það sé svo sem þekkt að Sturl Sighvatson hafi gengið suður til Rómar að biðjast fyrirgefningar á sinni háttsemi, ef það er það sem verið er að biðja um. En en Sturla gelti líka menn og það er litið alfarlegum augum, þó það sé hvergi uppi áform að finna útúr því að 30 milljarðar eign Samvinnutrygginga ( Giftsjóðurinn ) hafi horfið sporlaust.
Stjórnmál eru frjáls Íslandi, en vitanlega verða stjórnmálamenn að haga orðum sínum skikkanlega og ekki hræða fátæka bændur sem eru ef til vill með lítinn kvóta og Kaupfélagið á staðnum hafi ekki látið hann fá lán til að kaupa kvóta.
En eitt gott dæmi um það hve náið Framsóknarmenn líta á flokkinn og ríkisvaldið, er eftirfarandi saga sem ég heyrði á minni tíð á Norðurlandi. Það var PRÓFKJÖR og það riðlaðist vegna blindhríðar. Þá var það ráð tekið að forðagæslumenn á einhverjum svæðum voru fengnir til að taka kjörkassana með sér í vorskoðunninni og láta bændur og búalið kjósa. Forðagæslumenn eru opinberir sýslunarmenn ríkisins. Þetta er svona svipað og þegar Sturla Sighvatsson reið um héraðið og heimtaði mat og vín af bændum í aðdragandi Örlygstaðabardaga.
Amen eftir efninu.
Vilja að Birgitta biðjist afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.5.2015 | 10:48 (breytt kl. 10:53) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 66
- Sl. sólarhring: 485
- Sl. viku: 1324
- Frá upphafi: 570630
Annað
- Innlit í dag: 60
- Innlit sl. viku: 1179
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega þetta er ekkert annað en mafían sem hér er að störfum, hvað er hægt að kalla það annað þegar einn aðili notar þýfi til að kaupa sér völd og eignir, ásamt þvi að kaupa bændur til hlýðni.
Sigurður Haraldsson, 30.5.2015 kl. 12:24
Er ekki nokkuð ljóst að stjórn Samvinnutrygginga, hafði enga heimild til að færa 30 miljarða eign Samvinnutrygginga, yfir í Gift ehf, kallast þetta ekki umboðssvik,og telst vera saknæmt, væri ekki rétt að fara að skoða þetta mál alltsaman.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.5.2015 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.