Hringlið í Framsóknarmönnum

Það er að verða alvarlegt þetta hringl í Framsóknarflokknun. Fyrst æða þeir fram og segja þetta skal vera hér og hitt hérna. Segjast vera að jafna opinber störf um landið þegar sýnt hefur verið fram á að mörg störf hafa tapast frá Hafnarfirði.

Það er gilt sjónarmið að dreifa opinberum störfum um landið. En það þarfa gera það í þróun og aðlögun. Ekki að rífa fjölskyldur og börn úr skóla slíta þau frá vinum sínum og setja þei upp í rútu og senda þau í burtu. Það er mannvonska að mínu mati. Setja það sem er nýtt og þarft á landsbyggðina og auka þjónustu með útibúum eftir því sem hagstætt þykir.

Þá er verið að hringla með staðsetningu byggingu nýs spítala. Á hann að vera við Hringbraut eða upp á Efstaleiti, Keldum eða Vífilstöðum? Allir almennilegir menn stóðu í þeirri meiningu að staðsetningi væri ákveðin við Hringbraut. Nei hringla eitthvað meir ef þess gerist kostur.

Forsætisráðherra er eins og gamall slátrari á uppháum bússum með hnífin reiddan upp við öxl ógnandi með sífellt heimilisofbeldi. Það er svo sem þekkt aðferð að láta almenning beina sjónum og umræðu að einhverju öðru en  atgerfi og vandamálum Framsóknar eins og mér sýnist hér eigi við.

Svona stjórnarhættir ganga bara ekki hjá okkur að vera skapa sífelldan ótt og óvissu. Nóg er nú óvissan með tíðarfarið.

Svo eltir ,,Ketill skrækur" félaga sinn úr Norðaustur kjördæmi, sem þó var búina að hrekkja hann og felldi í prófkjöri með frekju og yfirgangi og þóttist eiga sérstakt tilkall til 1. sætisins á lista B. Höskuldur Þ.Þ. þessi hyggst taka yfir skipulagsvald sveitarfélaga yfir flugvöllum og færa það til ríkisins. Það er nú engin smá aðför að sjálfstæði sveitarfélags og það er ekki ráðist á garðin þar sem hann er lægstur heldur vaðið í stærsta sveitarfélag landsins Reykjavíkurborg og gerð tilraun til að hrifsa skipulagsvaldið af borginni.

Ég geri ekki lítið úr flugvallarmálinu og hvernig á að leysa það,en bendi mönnum á að tala við Bjarna verkfræðing Gunnarsson Bjarnasonar ráðunauts. Hann er með dágóða lausn að mínu mati á flugvallarmálinu. Forsætisráðherra segir að þeir framsóknarmenn séu lausnamiðaðir. Það ætti þá að sjást í flugvallarmálinu. Það þýðir ekki fyrir þá að rótast áfram eins og naut í flagi.

Held að landabúnaðarráðherra ætti frekar að manna byggðirnar af dýralæknum, fremur en að rífa grónar stofnanir sem búið að koma vel fyrir með mannauði og alles á góðum stöðum. Bændur eru að lenda í vandræðum í búskap sínum vegna dýralæknisskorts á landsbyggðinni Og mega ekki lengur vera sjálfbjarga og dæla kalki í kýr sínar ef þær fá doða, eða gefa þeim pensilin sprautu.

Held að þessi hringlandaháttur Framsóknar leiði ekki nema til eins. Framsóknarfólk verður sífellt verr liðið og vaxandi tilhneygingar gætir að það verði gert grína að því og það lendi í pólitískri skotlínu.

Vaxandi þungi verður á að leiðrétta atkvæðavægið til kjörs á Alþingi Íslendinga. Fólk unir því ekki lengur að vera hálfgerðir útigangsmenn í áhrifum á löggjafarstarf í eigin kjördæmi.


mbl.is Í heljargreipum óvissunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu, þá vinna fimm manneskjur sem eru með lögheimili í Hafnarfirði hjá Fiskistofu.

Sigurgeir Jónsson, 9.4.2015 kl. 21:20

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ríkisvaldið tók skipulagsvald Keflavíkurflugvallar af Sandgerðisbæ 2010, þegar ISAVIA var stofnað, og færði það til fyrirtækisins sjálfs með lögum.Og það var ekki nóg heldur færði fyrirtækið til R.víkur þótt megnið af starfsmönnunum vinni á suðurnesjum.Varla getur það talist eðlilegt að eitt sveitarfélag sé svift skipulagsvaldinu, en ekki megi hrófla við því hjá öðrum.Frekja og yfirgangur höfuðbotgarinnar er komin út fyrir öll eðlileg mörk.Kjördæmapot ríkisvaldsins og embættismanna þess í R.Vík verður að stöðva, eða skipta landinu upp í fylki, hugsanlega með staðsetningu höfuðborgarinnar á öðrum stað.

Sigurgeir Jónsson, 9.4.2015 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband