Feikilega vel unnið mál af hálfu Umboðsmanns Alþingis, að mínu mati, unnið í rósemi og faglega og ekki litaða af öðrum sjónarmiðum en efnislegum málavöxtum til þess að leiða það rétta í ljós til eftirbreytni og ráðgjafar í framtíðinn fyrir stjórnvöld. Mér finnst líka Hanna Birna hafi vaxið sem persóna eftir því sem hún hefur betur gert sér grein fyrir, um hvað málið hafi raunverulega snúist og (ljótur pólitískur leikur), sé þá endanlega kominn innan sviga.
Lögreglustjórinn Stefán Eiríksson á líka heiður skilið, hve þétt hann hefur haldið spilunum að sér og ekki verið að fjalla um málið á opinberum vettvangi, umfram það sem var nauðsynlegt, sem upplýsingagjöf til UMBA. Traustur opinber embættismaður en engin liðleskja.
Það er nauðsynlegt að ráðherrar skilji það í eitt skipti fyrir öll að þeir geta ekki verið að trampa á tám undirmanna sinna og að þeir verði að fara að lögum og reglum. Það eru lögin sem stjórna landinu og ráðherrar eru í raun bara vinnumenn á plani.
Lögin gera borgarana frjálsa því ef allir leituðust við eftir því að fara eftir lögum liði þjóðinni vel og hún yrði hamingjusöm.
Vonandi tekst hinum nýja lögreglustjóra að að forðast það að lenda ekki í pólitískum drullupollum og passa sig að vera ekki í einhverjum stelpuleikjum sem bera bara ógæfu í sér.
Nú er mál að fara niður á Tjörn og gefa öndunum.
Samskipti samræmdust ekki reglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.1.2015 | 11:05 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 15
- Sl. sólarhring: 705
- Sl. viku: 2398
- Frá upphafi: 572110
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 2149
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var kátbroslegt að fylgjast með því hér á moggablogginu hvernig sumir bloggarar hér hömuðust við að verja Hönnu Birnu og mokuðu aur yfir DV.
En nú hljóta þeir að vera sáttir við að framsóknarblaðamenn hafa yfir tekið DV, það verður þá væntanlega ekki skrifað slæmt orð um ríkisstjórnina meir.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 23.1.2015 kl. 12:15
Málefnalegur pistill Þorsteinn.
Habbðu þökk
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2015 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.