Á dvalarheimilinu Droplaugarstöðum dvelur frændi minn og vinur og fór ég að heimsækja hann í dag og næla mér í ágæta tónleika sem þar voru auglýstir. Í ágætri auglýsingu sem heimilið gefur út, svona viðburðardagatal, sá ég að þessir tónleikar voru auglýstir. Þar voru á ferðinni samkór sem kallar sig Söngfuglar kór eldri borgara á Vesturgötu 7.
Kórinn skipa 6 karlaraddir og 14 konur. Stjórandi kórsins er Krisztína Kalló Szklenár ungverks að uppruna en talar prýðilega íslensku og var alltaf brosandi og kynnti lögin á skemmtilegan hátt.
Tónleikarnir hófust með því að krummi flaug lágflug yfir og settist á grindverk og heimtaði mat og að sungið yrði krummi krúnkar úti. Frændi veitti krumma athygli enda gefur sá fugl mönnum mikið ef honum er veitt athygli. Sjálfur held ég 2 hrafna á mínum slóðu, það er nefnilega auðveldara en að halda hund. Engin tók mark á þessari kröfu krumma. Sennilega engin skilið hana nema ég.
Kórinn var með blandaða dagskrá sem vel átti við þessar aðstæður. Byrjað var að syngja allmörg lög innlend og erlend með íslenskum texta. Svo sem Rósin, Vorómar, Liljan, Sunnudagur við fossinn, Sunnan yfir sæinnog Varir þegja. Svona lög falla vel í kramið hjá eldri borgurum og vistmönnum. Það var klappað eftir hvert lag eins og fólk hafði heilsu til.
Síðan tók hefðbundi jólalagadagskrá við og söng kórinn 5 jólalög og var endað á Heimsum ból og tóku flestir undir. Aukalagið var með sínu sniði og átti vel við alla, Fyrr var oft í koti kátt og tóku flestir vel undir.
Söngfuglarnir eru mjög frambærilegur kór,syngur af festu og öryggi og söngstjórinn hafði gott vald á kórnum. Raddir voru í góðu jafnvægi og hljómuðu mjög samstæðar, engin sem skar sig úr eins og stundu vill verða þar sem eru miklar söngdýfur innana borðs. Karlarnir stóðu sig vel og kunnu allt sem þeir áttu að leggja fram.
Þessi kór mætti syngja víðar á almannafæri nú um jólin. Þetta var virkilega góð skemmtun og ánægjulegt að sjá hvernig fólk er að gleðja gamla fólkið á aðventunni.
Mér sýnist allt starfsfólk á Droplaugarstöðum leggja sig fram um að láta umbjóðendum sína líða vel og það er yndislegt og það ber að þakka.Kærar þakkir fyrir góða skemmtun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.12.2014 | 19:11 (breytt 19.12.2014 kl. 09:36) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 34
- Sl. sólarhring: 187
- Sl. viku: 520
- Frá upphafi: 573857
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 465
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.