Í mínu ungdæmi var oft miðaða við veturnætur. Þá þurfti megin slátrun sauðfjár, innleggslamba í sláturhús að vera lokið. Á þessum tíma var von á verri veðrum og mjög skyndilegum, því var vel fylgst með veðurspá. Jafnan var farið að hýsa fé, þ.e.a.s. smala að kveldi og setja það inn og telja það og gera sér grein fyrir hve margt vantaði. Með þessu móti fór betur um féð, það hraktist ekki, var á örrugum stað, lagði síður af og var þurrt þegar það gekk til beitar daginn eftir.
Ýmis verk voru svo sem eftir, svo sem heimaslátrun og vinnsla matar til vetrarins, svo sem reyking söltun og að gera slátur og setja í súr. Oftast var folaldaslátrun eftir og gekk yfir á þessum tíma.
Þetta var tími bæjarrekstra en þeir fóru að ganga þegar bændur hýstu fé sitt og ókunnugt fé af öðrum bæjum var saman við. Gengu þá bæjarrekstrar út og suður og var ókunnugt fé sett saman við þá og gekk þetta svona um sveitina. Þetta var eftir hreppaskil en þau voru oftast um 12. okt um allt land, en þá átti allt fé að vera komið heim til sín og flest lönd smöluð.
Viðhald á húsum fór fram á þessum tíma og þau búin undir veturinn. Þá var reynt að ganga sem tryggilegast frá heyjum þar sem ekki voru hlöður og heystæði girt fyrir helv. girðingarföntunum þ.e. rollum. Það þótti ekki góð latína að láta fé liggja í uppsettum heyjum og voru slíkir bændur kallaðir trassar og búskussar.
Lokið var sem mest við að stinga út úr fjárhúsum og koma taðinu á völl.
Þetta var líka tími sem menn fóru svolítið á bæjarflakk og gáfu sér tíma til að spjall og grípa í spil, Var þá gjarnan spjallað um fénaðarhöld, landsmálin og hvort menn væru farnir að gefa og hvað margar ær væru um hneppið þ.e. heyfangið.
Þó stundum sé talað um að bóndinn sé frjáls og eigin herra var hann þó alltaf rekinn áfram af árstíðunum og veturnátta viðmið var að flest þyrfti að vera komið í lag áður en hann gerði norðan áhlaup með stórhríð og látum.
Kaupafólk var farið og unga fólkið á leið í sinn framhaldsskóla, en farskólinn hófst eitthvað seinna.
Þessi viðmið giltu því í sveitinni. Þekki ekki hvort einhver svona viðmið voru í sjávarþorpum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 31.10.2014 | 19:13 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 87
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.