Það er orðinn árlegur viðburður hjá okkur að fara í haustferð með rosknum ráðunautum. Menn og konur hittust í hádeginu á laugardegi að Hótel Örk og fá sér súpu. Síðan er stigið upp í rútu og farið í smáferðalag. Í þetta sinn var farið um Ölfusið ekið um Ölfusbrú neðri og skoðaður gamall torfbær vel búinn.
Bærinn er að Austur Meðalholti í Flóa. Hjónin Hannes og Kristín hafa komið þar á fót menningarsetri tileinkað torfbæ að íslenski byggingarhefð. Bærinn er mjög flottur. Sjálfur er ég alinn upp í prýðilegum torfbæ, hef komið í nokkra torfbæi í minni sveit sem gátu talist höfðingjasetur svo sem Stóradalsbærinn, bærinn á Guðlaugstöðum og Tungunesi. Þeir voru vissulega stærri, en baðstofan að Austur Meðalholti var alveg yndisleg, bauð af sér góðan þokka og maður heyrði skóhljóð aldanna þar.
Að því loknu var ekið upp að Selfossi og Mjólkurbú Flóamanna sem nú heyrir undir MS skoðað og þegnar smá veitingar og rifjuð upp saga mjólkurframleiðslu á svæðinu.
Nú, nú þá var ekið að Garðyrkjuskólanum að Reykjum sem nú heyrir undir Landbúnaðarháskóla Íslands og fengin ágæt leiðsögn um svæðið mjög fróðlegt. Þá er komið kvöld og margir orðnir þreyttir og farið á hótel Örk þar sem hópurinn hafði aðsetur. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður og skemmti fólk sér þar við ræðuhöld, söng og dans undir stjórn Sigurgeirs Þorgeirssonar fv. ráðuneytisstjóra. Þetta var hin besta ferð fróðleg og ekki síst gott að hitta gamla skólafélaga og samstarfsmenn.
Ekki er hægt að ljúka þessu öðruvísi en að haf félaga Guðna með svona til skemmtunar og lífga upp á;
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.10.2014 | 19:09 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 59
- Sl. sólarhring: 134
- Sl. viku: 545
- Frá upphafi: 573882
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 482
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.