Ég var á ferðalagi inn í Þórsmörk um daginn. Þar las ég tilkynningu um leiðbeiningar við náttúruvá, eitthvað á þá leið að skálaverðir skytu upp hljóðbombum og blysum til að gera göngufólki viðvart ef náttúruvá væri yfirvofandi svo sem eldgos væntanlega eða aðrar hamfarir, t.d. flóð.
Ég var að lesa skattseðilinn minn nún og sé að ég er að greiða 19400- kr í útvarpsgjald sem fer væntanlega til Ríkisútvarpsins. því er haldið fram að Útvarpstöðin sé nauðsynleg til að tilkynna landsmönnum um aðsteðjandi hættur og er ein af röksemdunum fyrir þessu gjaldi.
Nú, nú, mér var ómögulegt að ná þessari stöð inn, hvorki þarna né víða annarstaðar á ferð minni um landið. Bylgjan kom oft sterkt inn og einhverjar aðrar stöðvar.
Það væri nú gott að fá einhverjar skýringar hvernig standi á því að Ríkisútvarpið heyrist ekki þar sem hætta getur verið á ferðum og væri ráð fyrir fjarlaganefnd Alþingis að kanna hvert skatturinn fer.
Hellingur af vatni í bílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.7.2014 | 14:56 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 16
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 566937
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 63
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríkisútvarpið eins og það leggur sig er eitt stórt ónytjungsríkisbákn, sem ætti að leggja niður. Það þjónar engum tilgangi með ríkisrekna útvarps- og sjónvarpsstöð, sem í þokkabót er með arfalélega dagskrá dag eftir dag. Þessi 19.400 er illa útilátinn skattur, sem duglausir stjórnmála- og embættismenn hafa komið á til að refsa þjóðinni.
Pétur D. (IP-tala skráð) 25.7.2014 kl. 20:33
Ég á tvö ferðaútvarpstæki sem ná langbylgjusendingum RUV og þær nást um allt land og er eina útvarpsþjónustan sem dekkar allt landið.
Þess má geta að stóran hluta af þessum 19400 krónum tekur ríkið og ver í allt annað en RUV.
Ómar Ragnarsson, 25.7.2014 kl. 21:33
Og nú þarf fólk að útvega sér myndlykil/afruglara frá og með næstu áramótum til að geta horft á RÚV í gamla sjónvarpinu sínu ellegar kaupa nýtt tæki.
Erlingur Alfreð Jónsson, 26.7.2014 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.