Ég er að þeirri kynslóð sem fékk lýðveldið í vöggugjöf, en ég kom undir á friðardaginn 8. maí 1945 að talið er, enda er ég friðarsinni, þó ég lendi stundum í snerrum.
Því er stundum haldið fram að vagga lýðræðis sé á Íslandi af því við eigum svo gamla löggjafarsamkundu. Svo er ekki, vegna þess að Alþingi var byggt á goðorðum sem voru valdaeiningar á þjóðveldisöld, þar sem goðarnir riðu til þings með sínum bændum, en þeir gátu valið sér goða sem þeir vildu hafa sem yfirmann sinn og verndara. Það voru sem sagt engar kosningar og konur fengu seint kosningarétt. Hann var lengi vel bundin jarðnæði eða fasteign.
Allt frá stofnun Lýðveldis á Íslandi hefur verið lýðræðishalli á atkvæðavægi borgarana þar sem mis mörg atkvæði hefur þurft á bak við hvern kjörinn þingmann, fólki í þéttbýli til ama. Við og við hefur verið reynt að leiðrétta þennan lýðræðishalla með breytingum á kjördæmaskipan og kosningarlöggjöf og er þetta viðkvæmt deilumál.
Margt gott má segja um 70 ára lýðveldi á Íslandi. Hér ríkir friður í þeim skilning að fólk er ekki drepið í almenningum og allir geta farið frjálsir ferða sinna. Framleiðslutæki eru fullkominn bæði til lands og sjávar. Við eigum vegakerfi sæmilegt og komumst ferða okkar um landið.
Við eigu traust og góð húsakynni til að búa í, en sem örðugt hefur verið fyrir ungt fólk að eignast. Þau eru mjóg víða hituð með jarðvarma í stað sauðataðs eða mós.
Menntun er almenn, þó nú sé að vísu að koma í ljós að ekki eru allir læsir svo vel sé. Mikil og góð verkmenntun er fyrir hendi í landinu og fólk með langskólamenntun öflugt.
Við eigum traust raforkuver og þokkalegar flutningslínur til að flytja orkuna milli staða.
Það sem hefur helst plagað okkur eru óábyrgir fjármálafurstar sem hafa komið hér á fjármálaterror af áður óþekktri stærð og vandséð er að við náum landi í þeim efnum þar sem við þurfum að afla gjaldeyris til að geta keypt og aflað aðfanga til að reka þjóðfélagið.
Þjóðin verður aldrei ánægð nema málum yfir þeim sem fremstir gengu fram í vitleysunni verði gert að axla ábyrgð á sínum mistökum og skaða sem þeir ollu lýðveldinu.
Félagskerfi landsmanna svo sem verkalýðsfélög, stjórnmálafélög, félög bænda og samvinnufélög eru all sæmilega þroskuð. Ábyrgð í hlutafélögum þarfa að endurbæta.
Menningarstig þjóðarinnar er á all háu stigi og er þá átt við útgáfu bóka, tónlist, kveðskap, leiklist, málaralist og þess konar.
Margar umbætur hafa verið gerðar á stjórnkerfinu, svo sem upplýsingarlög og stjórnsýslulög almenningi til hagsbóta. Málskotsréttur forseta hefur verið gerður virkur (26.gr stjórnarskrár) og er það mikilvæg réttarbót almennings og öryggi, miðað við að við eigum sæmilega greindan forseta.
Verstu mál sem hafa farið úrskeiðis hjá okkur eru svokölluð kvótamál í sjávarútvegi og landbúnaði. Ekki er um það deilt að nauðsynlegt var að takmarka veiðar til verndar auðlindarinnar og að útvegurinn gæti þroskast í tækni og búnaði sem hann hefur svo sannarlega gert, þó skuldasöfnun hafi orðið mikil og hættuleg.
Sama þróun hefur átt sér stað í landbúnaði. Kvótinn hefur færst á fárra hendur, vélar eru mjög öflugar á búum, en skuldir langt úr hófi. Erfitt og jafnvel ómögulegt er að hefja búskap, nema erfa góssið eða fá það gefins. Landgæði hafa rýrnað allan lýðveldistímann og sauðfé gengur á þjóðvegum sem er algera hryllingur vegna öryggis þeirra sem um vegina fara og okkur til skammar.
Gleðilega hátíð og skemmtið ykkur fallega í kvöld.
Lýðveldið var ekki sjálfgefið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.6.2014 | 13:48 (breytt 10.7.2014 kl. 15:59) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 566927
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.