Ágætir vortónleikar Strætókórsins voru haldnir í gærkveldi í Áskirkju. Strætókórinn er skipaður 18-20 söngfélögum í 4 röddum. Mjög hefðbundinn karlakór stofnaður 5. maí 1958 og hefur starfað með hléum þennan tíma.
Stjórnandi kórsins er Guðmundur Ómar Óskarsson, undirleikari Arnhildur Valgarðsdóttir. Einsöngvari á þessum tónleikum var Rakel Björk Björnsdóttir sem er frumbýlingur í tónlistinni en karlarnir hafa trú á henni.
Söngskráin var mjög hefðbundin karlakórsstemming og prýðilega útfærð. Byrjað var að syngja, Þú Álfu vorrar yngsta land. Mjög góður hljómur, lagið rakti sig og endaði í mjög samtaka sterkum tónum.
Næst var, Sveinar kátir syngið, sem er hörku karlakórslag og þarf þrótt til að syngja. Dugleg innkoma og flétturnar í laginu nutu sín ágætlega og komu vel fram.
Vér göngum svo léttir í lundu, söng kórinn fjörugt með gleðina í fyrirrúmi, prýðilegt.
Vökudraumur eftir Jenna Jónsson var prýðilega flutt. Þetta er svona gamalt lag sem oft heyrðist í þáttum útvarps eftir hádegið hér á árum áður.
Það var ekki amalegt að fá að hlýða á Blærinn í laufi eftir snillinginn Jón frá Ljárskógum, hugljúft og melódískt, röddunin kom vel fram í laginu.
Gömul spor, danslag frá fyrri tíma, ljómandi fínt.
Ísland, Ísland, það er mikil áskorun að syngja þetta lag og ekki einfalt ná fyrstu tónunum. Söngurinn var myndarlegur, en mér fannst einhvern veginn að þeir hafi oft sungið þetta betur. Það var einhver feimni að taka verulega á því. Þetta er ef til vill vitleysa í mér. Vantaði meiri kraft.
Maður kannaðist við sig í næsta lagi Nú sefur jörðin sumar græn, engu líkara en maður væri að koma frá fjárrekstrum á fjall snemma morguns og döggin glitraði á jarðargróðri, dalalæðan byrjuð að hopa undan sólinni og allt svo kyrrt. Það var flott innkoma hjá kórnum. Þetta er alveg yndislegt lag og vel sungið, enda biður lagið um að syngja sig þegar söngurinn er hafinn.
Þú komst í hlaðið var næst á dagskránni, öflugur söngur, bassinn með smá sóló sem puntaði upp á. Smá óhreinn tónn í endirinn, fannst mér en prýðilegt að öðru leiti.
Kórinn tók sér nú smá pásu og kynnti Guðmundur Sigurjónsson formaður kórsins að ég held einsöngvarann og fór mörgum fögrum orðum um hæfileika Rakelar og var þar held ég fæst ofsagt.
Raunverulega voru þetta sér einsöngstónleikar hennar því hún söng ekki með kórnum, nokkurskonar örtónleikar. Fyrst söng Rakel, Love me tender, lag sem mín kynslóð þykir vænt um enda hefur margur maðurinn svifið í dansi með sína heittelskuðu í þessu lagi og talið sig vera í góðum málum. Söngkonan fór mjög vel með þetta lag með þokkalegum tilþrifum.
Ég náði ekki heitinu á næsta lagi en það var svona djassskotið. Það var prýðilega flutt og lista fín söngkona.
Næsta lag heitir, Umvafinn englum, eftir Valgeir Skagfjörð. Söngkonan söng þetta með miklum tilþrifum , flott. Söngkonan er efnileg og vel til fundið af kórnum að gefa henni þennan vettvang, en svona kórar haf uppeldislegu skyldum að sinna að veita ungu fólki tækifæri og brautargengi á raunverulegum vettvangi eins og tónleikar fyrir fullu húsi eru. Ómetanlegt.
Eftir pásu hóf kórinn söng sinn á laginu, Næturkyrrð, þetta var mjúkur og blíður söngur með góðri samfellu í söngnum.
Næst birtust þeir Sigvaldi Kaldalóns og Grímur Thomsen með Sprengisand. Þetta var ágætlega sungið en tæplega nógu röskir, enda ef til vill ekki margir í kórnum sem hafa lent í þoku á heiðum uppi og orði hræddir við ýmislegt óhreint sem þar getur leynst.
Næst var sungið hið dásamlega lag, Í fjarlægð, eftir Karl O. Runólfsson Lagið var sungið með líðandi innkomu og vaxandi þunga, bara fínt hjá strákunum.
Polkinn, Rosa Marie var líflega sunginn og kórinn fjalltraustur.
Sjómannasyrpa eftir þá fóstbræður Oddgeir og Ása úr Bæ í Vestmannaeyjum en hún samanstóð af fjórum sjómannalögum var næst á dagskrá; Vorið við sæinn, Síldarstúlkurnar, Ship ohoj og sigling. Þessi lög fór nú kórinn létt með að syngja og gerði það vel og allt small saman.
Dagný eftir Fúsa sungu þeir aðfinnslu laust, feikna vel gert.
Gamla lagið með Óðni Valdimarssyni, sem mörgum er kært, Ég er kominn heim, sungu þeir vel en voru ekki alveg samtaka í innkomunni.
Síðasta lagið á söngskránni var Capríljóð eftir Friðjón Þórðarson, ráðherra, lögreglustjóra og sýslumann Dalamanna og fóstbróður Pálma á Akri í ríkistjórn Gunnars Thoroddsen. Söng Friðjón ekki í kvarettinum Leikbræðrum?
Þetta var vitaskuld vel af hendi leyst eins og raunar öll söngskráin. Prýðilegt.
Það var mikið klappað og afhent blóm og í lokin var sungið lagið , Ó syngdu sönginn þinn.
Nokkrir fyrrum söngfélagar og stofnendur voru kallaðir upp á svið og sungu síðasta lagi með kórnum, mikil stemming við það.
Kærar þakkir fyrir góða söngskemmtun, kveðja og þökk fyrir samstarfið,
Þorsteinn H. Gunnarsson fv. starfmaður Strætó í biðskýladeild.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.5.2014 | 11:16 (breytt kl. 13:38) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 566931
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.