Fór á vortónleika Kórsins (Landsvirkjunarkórsins heitins) sem haldnir voru í Árbæjarkirkju í gærkveldi. Stjórnandi er Krisztína Kalló Szklenár, undirleikari á píanó er Hrönn Þráinsdóttir. Kórinn er fullvaxin blandaður kór 19 í kvennaröddum og 13 í karlaröddum = 32 söngfélagar.
Söngskráin var fjölbreytt og einsöngvari með kórnum var Hlöðver Sigurðsson tenór.
Fyrsta verkið var Missa brevis Sancti Joannis de Deo í þrem köflum eftir Joseph Haydn þetta var víst messa. Það var sungið hreint og skírt og harla gott.
Síðan kom Hallelúja, lofgjörðarvers eftir Ph. E. Erlebach það var vel flutt og gott jafnvægi í röddum, síðan kom annað Hallelúja eftir L. Cohen, texti eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Það var melodiskt og ljúft og áheyrilegt. Kærleiksblómið var næst á dagskrá, sænskt lag, texti eftir Emilíu Bldursdóttir, Það var svo sem okey, en mér fannst það rislítið og skilja lítið eftir sig.
Svo fór nú að færast fjör í sönginn, en næsta lag var, Sprettur, eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson við texta Hannesar Hafstein. Öflug og samstæð innkoma án frekju, sem stundum vill heyrast hjá kórum í þessu lagi. Þarna var söngurinn leikandi léttur og kórinn tók virkilega á því, enda er skemmtilegt að syngja þetta lag. Prýðilegt.
Nú hvarf kórinn af sviðinu og einsöngvarinn Hlöðver Sigurðsson gekk fram og söng Ave Maria. Innkoman í laginu var dauf en söngurinn svo sem áferðarfallegur en verkið bauð ekki svo sem upp á mikil tilþrif. Betur hefði farið á því að kórinn hefði verið áfram og stutt á einhvern hátt við einsöngvarann, maður er vanastur því, en ef til vill hefur hugsunin verið sú að einsöngvarinn væri þarna á eigin vegum eða eitthvað þess háttar.
Næsta lag var ísl. þjóðlag: Hér undir jarðar hvílir moldu, í útsetningu Hjálmars H. Ragnarssonar. Söngstjórinn tók það sérstaklega fram að einn kafli gæti virst falskur en svo væri ekki þetta ætti að vera svona og maður heyrði þetta mjög greinilega, ekki fimmundarsöngur, eitthvað annað sem ég kann ekki skil á. Ágætt.
Næsta lag á dagskránni var, Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson við texta eftir Davíð Stefánsson. Einsöngur Hlöðver Sigurðsson. Nú lyftist brúnin á tónleikagestum og vænti mikils og maður varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Kórinn kom inn með miklum myndugleika og styrkum röddum og söng samstilltur allt í gegn. Söngur Hlöðvers var glæsilegur og fór hann ótrúlega vel með háu tónana og smaug lista vel og áreynslu lítið í geng um lagið. Aldeilis frábært.
Þá kom titillag úr kvikmyndinni Skyfall James Bond 007 lag. Það er ugglaust mjög erfitt að syngja þetta lag því melódían er frekar naum og erfitt að fylgja henni, en kórinn gerði þetta með prýði. Ég hefði sleppt þessu og tekið frekar eitt ættjarðarlag, en ég vil nú helst að kórar syngi ættjarðarlög og leiðist svona tilraunastarfsemi.
Næst var franskur baráttusöngur, Syngdu nýjan þjóðarsöng úr Veslingunum eftir Victor Hugo. Kórinn söng þetta af þrótti og mikilli færni og karlaraddirnar voru myndarlegar og komu vel fram sem stundum vantar í svona blönduðum kórum. Prýðilegt.
Síðast á dagskránni var Húrrakórinn úr Czardasfurstynjunni eftir Emmerich Kálmán. Þetta var liðlegur og röskur söngur og skemmtilegt að hlusta. Kórstjórinn stjórnaði af festu og röggsemi og hafði gott taumhald á sínu fólki.
Það var mikið klappað í lokinn og býsna margt í kirkjunni , þó Pollapönkarar væru að atast í Evrópumönnum út í Kaupmannahöfn. Lykilpersónum voru færð blóm við að dagskrá lokinni.
Takk fyrir prýðilega tónleika, góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.5.2014 | 21:00 (breytt 18.12.2014 kl. 18:15) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sent til þess að kynna
Þórarinn Sófusson (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.