Sögur herma að Skálmöld hafi farið hamförum og kostum í Borgarleikhúsinu í gærkveldi í túlkun sinni á Baldri. Það er nýmæli að þungarokkssveit troði upp á þessum vettvangi.
Viðfangsefnið var eins og áður segir Baldur eða eins og segir í plötuumslagi þeirra Skálmaldarmanna að saga þessi er gömul, svo gömul að engin veit hversu gömul hún er í raun. (Hér dugir sem sagt ekki að elstu menn gangi fram og vitni ). Hún hefur gengið mann fram að manni, frá kynslóð til kynslóðar. Eitthvað hefur dottið út og annað bæst við, en hvað sem því öllu líður er hún sönn. Hún verður hér sett í letur , kannski í fyrsta skipti og kannski ekki en svo mikið er víst að hún heldur áfram að ganga mann fram að manni frá kynslóð til kynslóðar um ókomnar aldir. Sagan er af Baldri, syni Óðins.
Baldur hét maður og átti heima á Íslandi. Baldur hafði margt misjafnt lifað, friðartíma jafnt sem stríð og ávallt tekið það besta með sér úr allri lifan. Hann hafði sé gleði og sorg, ávinning og missi en ætið gengið beinn í baki og vaxið dag frá degi.
Sagan hefst á friðartímum Baldur hefur komið sér vel fyrir. Hann á konu og börn, bú og gripi, lofar Óðin hvern dag og horfir fram á veg. Baldur er myndarlegur svo af ber, skarpgreindur höfðingi. Hann er ætíð vel og vopnum búin þó hann hafi ekki þurft að bregða sverði um langt skeið. Heimild: Formáli á plötuumslagi Skálmaldar á verkinu Baldur.
Af viðtölum mínum við tónleikagesti er ljóst að þarna hefur farið fram alveg stórkostlegir tónleikar. Atburðurinn hófst með því að trúðar, (sögumaður) gengu fram með fornum hætti og útskýrðu verkið og söguna. Síðan hóf hljómsveitinn sitt spilerý og var allt sett í botna, ljósasjó og reykur og sprengjur fengu að trylla áhorfendur sem aldrei fyrr og herma sögur að tæknimenn hafi aldrei átt sælari daga en þessar stundir með Skálmöld. Þeir fengu bókstaflega að hoppa uppúr buxunum og þjóðnýta tæknina í Borgarleikhúsinu, hvað þetta snertir. Nú, nú, það er ánægjulegt að þetta hafi gengið svona vel og óska ég Skálmaldarmönnum til hamingju með þennan áfanga. Það má alveg segja að maður sjái undir iljarnar á þeim svo hátt skora þeir á þessum vetrardögum. Verður þetta trauðla leikið eftir, um sinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.4.2014 | 11:26 (breytt kl. 11:38) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 573262
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.