Undirritaður kvartaðir við Umboðsmann borgarbúa, vegna þess að honum var ekki svarað af stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, vegna erindis um ástandið í Laugarnesi. Þorsteini hefur verið gefin kostur á að gera athugasemdir við framlögðu bréfi lögmanns byggingarfulltrúa, sem ég leyfi mér, að birta hér á vefsíðu minni, þar sem almannaréttur og landafnot almennings á að vera tryggður með deiliskipulagi, en steypt bygging hefur verið reyst í Laugarnesfjörunni utan lóðarmarka og ekki í samræmi við deiliskipulag af prívatmanni sem er um margt skemmtilegur og sérvitur en ætti að geta verið með skemmtilegheit sín innana sinna lóðarmarka, en ekki í almenningum.
23.mars 2014
Umboðsmaður borga
Ráðhúsi
Reykjavík
Efni: Athugasemdir við svari byggingarfulltrúans í Reykjavík vegn kvörtunar.
Með bréfi dags. 13 mars 2014 mál nr. 7/2013- Laugarnestangi er mér gefinn kostur á að gera athugasemdir við svar Harra Ormsonar lögfr. f.h. byggingarfulltrúa dags: 14. okt. 2013.
Í bréfinu rekur lögfræðingurinn atburðarrás málsins með greinrgóðum hætti. Kvörtun mín til Umboðsmans laut að því að svar hafði ekki borist mér um það, hversvegna óleyfisbyggingar í Laugarnesi væru ekki rifnar eins og byggingarfulltrúi áformaði í júní 2010? Það er löngu upplýst að allar téðar framkvæmdir eru ólöglegar, án byggingarleyfis og eiga sér ekki stoð í deiliskipulagi.
Deiliskpulagstillaga fyrir Lauganes var auglýst árið 2000 og gafst almenningi kostur á að gera athugasemd við og var ekki skilyrt að viðkomandi þyrftu að eiga land eða fasteign í Laugarnesi til að geta gert athugasemd.Undirritaður nýtti sér þann rétt og var megin ástæða þess að hann er uppalinn í Laugarnesi nánartiltekið Laugarneskamp 36 og er því svæðið honum kært og honum því ekki alveg sama hvernig mál þróast þar.
Í svari lögfræðingsins er viðurkennt að ámælisvert sé að erindi Þorsteins hafi ekki verið svarað en bent á að vandséð sé hvaða hagsmuna Þorsteinn hafi að gæta á Laugarnestanga Hann sé hvorki íbúi né eigandi lands. Þetta er alveg kórrétt hjá lögfræðingnum.
Með auglýsingu á deiliskipulaginu og því að almenningi er gefin réttur til að gera athugasemdir og er í raun veriða ð gefa almenningi lögvarðan rétt til að gæta hagsmuna sinna sem geta verið ýmiskonar, njóta lands og náttúru. Þá er ekki síst hagsmunir sem felast í umferðarréttinum og að geta farið um landið án íhlutunar annara miðað við að farið sé að settum reglum og hafa aðgang að hafi. Undirritaður vísar því til föðurhúsnna og mótmælir því að engir hagsmunir séu fyrir hendi í málinu. Undirritaður er ekki löglærður og getur því ekki rakið sig eftir lagaparagröfum hvað varðar umhverfis- og umferðarrétt almennings en hefur mikla reynslu sem bóndi og starfað að landbúnaði í rúm 30 ár þar sem ýmiskonar atriði með notkun lands ber á góma, verið í félagsmálum sem oft og tíðum hefur reynt á, að tileinka sér lögfræðileg viðhorf til málefna og er því ekki alls ókunnur slíkum atriðum.
Mál þetta er ekki flókið og kjarnaspurningin, sem þarf að svara er hversvegna hefur því verið leyft að þróast svona. Er Laugarnesið einskismannsland og einhvert frísvæði þar sem lög landsins gilda ekki? Getur þá hver sem er farið og sett upp það sem honum sýnist á svæðinu.? Undirritaður mun íhuga að setja þarna upp einhver mannvirki ef sá aðili sem fera með eftirlitsvaldið lætur það átölulaust.
Undirritaður nýtti sér borgaralegan rétt til að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna og hafnaði henni vegna ýmissa vankanta sem honum sýndist á henni. Er ekki hægt að lýta á aðkomu að deiliskipulagi með athugasemdum sem lögvarinn rétt?
Í athugasemdum að deiliskipulagstillögunni var bent á það að hús þyrftu að hverfa af svæðinu nema hús Sigurjóns Ólafssonar. Lagt var til að í Laugarnesinu væri gerður sjávarútvegshlunnindagarður, svæðið væri ekki safn heldur lifandi umgjörð þar sem fólk gæti verið á ferðinni. Þá var bent á ýmis praktisk atriði svo sem að það þyrfti að koma upp aðstöðu til að leggja frá sér reiðhjól. Minnst var á göngustíga þeir væru of mjóir og vikjandi eliment . Á því svæði sem Laugarnestangi 65 er væri skynsamlegt að veita almenningi möguleika á að sjósetja kajaka en Laugarnesvörinn er með bestu lendingarstöðum fyrir slíkt á norðurströnd í Reykjavík og þó víðar væri leitað. Lagt var til að gefa landslagtarkitektum tækifæri tila ð spreytasig á þessu viðfangsefni og betur færi á því að gefa sér meiri tíma til að ákvarða hvað ætti yfir höfuð að gera með Laugarnesið.
7. apríl 2010 sendu 18 valinnkunnir borgarar Reykjavíkurborg bréf þar sem lýst var áhyggjum yfir ástandinu í Laugarnesinu varðandi jarðraski o.þ.h. og báru fram 4. spurningar um hver bæri ábyrgða á svæðinu umhirðu þess, svo sem gróðurfari landslagi og lagfæringum á jarðraski og aðgengi almennings að allri strandlengjunni. Bent var á merka sögu Laugarness og fleira.
Ekki er hægt að ljúka þessu án þess að minnast á gróðurfar. Náttúrufræðistofnun Íslands gaf út skýrslu árið 1997, Kristbjörn Egilsson o.fl. 2009 fór úttekkt fram á náttúrufari á svæðinu og var gaumur gefinn að útbreiðslu ágengra tegunda er þar nefnt, tröllahvönn skógarkerfill alaskalúpína,hófifill þistill og spánarkerfill. Ég hef orðið var við það og séð það á facebokksíðu sem við fv. Krakkar í Laugarnesi höldum úti að það hafi beinlínis verið gert í því að auka veg þessara plantna. Undirritaður hefur komið að göngustíg þar sem var búiða að afmá hann með því að tyrfa hann með túnþökum eins var alaskalúpína búinn að yfirtaka hann á nokkru svæði. Þetta eru dæmi um ráð sem eru notuð til að hindra för almennings um svæðið.
Virðingarfyllst.
Þorsteinn H. Gunnarsson
Afrit:
Athugasemdir við deiliskipulagstillögu vegna Laugarness árið 2000
Frá Þorsteini H. Gunnarssyni
Bréf frá valinn kunnum borgurum til Reykjavíkurborgar dags:7. Apríl 2010
Skýrsla minnisblað Náttúrufræðistofnunar Íslands dagsett 15. Júlí 2009
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 31.3.2014 | 11:04 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 87
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.