Aðalfundur Snarfara 2014 félags sportbátafélaga var haldinn í gær fimmtudaginn 30 jan. 2014 að Naustavogum 5.
Þetta gerðist: Formaður Hafþór Lyngberg setti fundinn og skipaði fundarstjóra og fundarritara og lagði fram hefðbundna aðalfundardagskrá.
Finnur Torfi Stefánsson lögmaður tók við fundarstjórn og var fyrsti dagskráliður skýrsla stjórnar sem Hafþór formaður flutti. Það kom fram að árið hafi verið rólegt framkvæmdalega séð miðað við oft áður. Ný stjórn byrjaði á því að skipta með sér verkum. Hún hélt 7 formlega stjórnarfundi á árinu auk annara óformlegra smærri spjallfunda. Þá fór formaður yfir verkefni sem stjórnin hafði á sinni könnu. Hreinsunardagur var haldin með hefðbundnu sniði. Nú var mikið tekið til á svæðinu og járnadrasli og timbri ekið í gámum burt af svæðinu og var það mikið og gott verk og til prýði fyrir athafnasvæðið.
Mannfagnaðir:
Þorrablót var haldið í félagsheimilinu og var nú haldið í hádeginu og var dágóð aðsókn og virðist henta félögum mjög vel að mæta í hádeginu og draga augað í pung og fá sér þorramat.
Sjómannadagurinn var hátíðlegur með kaffi og fjölmenni.
Hvammsvíkurhátíð var haldin en Snarfari hefur aðstöðu upp í Hvammsvík í Hvalfirði. Færsluritari hefur farið með bát sinn uppeftir og notið þess að sigla um innanverðan Hvalfjörð og er það mjög ánægjulegt enda Hvalfjörður mikil útivistarperla sérstaklega eftir að bílaumferðin minnkaði þar. Best er að ver á litlum báti sem hægt er að taka land við strönd.
Hefðbundið er að halda skötuveislu í Snarfara og líkar mönnum það vel.
Formaðurinn vék að ýmsum hagsmuna málum félagsins. Viðeyjarbryggja var sett upp en þarf að lengja hana og gera við hana og endurbyggja að nokkru leiti.
Þerneyjarbryggjan er búin að vera og er ónýt og hefur verið rifin. Það kom fram hjá fundarstjóra að á Þerneyjarsundi sé elsta hafskipalægi landsins. Þar var vörum skipað upp enda ávallt gott að leggja skipi og kasta akkerum þar. Formaður ræddi dýpkun innsiglingarinnar og hvaða kostir væru þar tiltækir, en stjórnin er í sambandi við borgina um þau mál og hyggst vinna það í góðri samvinnu og sátt.
Að lokinn framsögu formanns voru umræður um skýrslu og komu fundarmenn með ýmsar fyrirspurnir og ábendingar um það sem laga þyrfti og betur mætti fara.
Reikningar voru næst á dagskrá og gerði gjaldkeri Guðrún Valtýsdóttir gerði fyrir þeim. Snarfari, félag sportbátaeigenda er áhugamannafélag með það að markmiði að efla siglingar og sjósókn sem íþróttagrein. Félagið hefur aðstöðu við Elliðavog í Reykjavík og rekur smábátahöfn. Fram kom í máli hennar að rekstrartekjur félagsins voru kr. 17,9 millj á reiknisárinu. Hagnaður af rekstri félagsins var kr. 1,9 millj. svo borð er fyrir báru í rekstrinum svo sjómannamál sé notað. Eigið fé í lok tímabilsins er kr. 83,3 millj. og er eiginfjárhlutfall 84%. Í ársreikningnum eru upplýsingar um mat á helstu eignumfélagsins og verður það ekki tíundað hér en vísað í reikningana. Gjaldkeri ræddi og fór yfirstöðu á rafmagnssölu félagsins , en félagsmenn geta keypt rafmagn í gegn um mæli til ýmissa notkunar þegar bátar eru í höfn. Taldi gjaldkeri að það þyrfti að koma þeim málum í betra horf og betri skil með greiðslur, ófært væri að félagið væri að bera hallann ef menn stæðu ekki í skilum..
Árni Pálsson félagskjörinn endurskoðandi kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir endurskoðun sinni. Var á honum að heyra að hann hefði áhyggjur af útistandandi skuldum félagsmanna og taldi að þyrfti að taka á þeim málum með markvissum hætt.
Formaður bar fram tillögu stjórnar um félags- og þjónustugjöld. Var nokkur hækkun áætluð til að halda í við undanfarnar hækkanir á ýmissi þjónustu og aðföngum. Urður nokkrar umræður um þær og var tillaga stjórnar samþykkt lítt breytt.
Næsti dagskrárliður voru kosningar.
Stjórnin lagði fram tillögu að uppstillingu og komu engar frekari tilnefningar fram þannig að kosningin var rússnesk og mikið klappað. Ekki verður gerð grein fyrir hverjir hlutu kosningu þar sem færsluhöfundur skrifaði það ekki niður. Sjálfsagt hægt að sjá það á heimasíðu félagsins.
Önnur mál.
Formaður ræddi framtíðina og hugmyndir um endurnýjun á Þerneyjarbryggjunni eða bólinu sem er réttara að kalla og var samþykkt að taka álitlegu tilboði sem barst um endurgerð mannvirkisins og var það samþykkt með 42 atkvæðum annað tilboð sem lá fyrir fékk 2 atkvæði. Lauk svo fundinum á því að menn þáðu veitingar.
Færsla þessi er sett til upplýsingar og skemmtunar og er vonandi rétt með farið öll helstu atriði.
Það er gott og gaman að vera félgsmaður í Snarfara, enda öflugt félagslíf, góð aðstaða og litríkir einstklingar sem ganga þar um félagssvæðið og alltaf hæg að koma við, fá sér kaffi og spjalla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 31.1.2014 | 13:23 (breytt 11.6.2022 kl. 21:21) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.1.): 19
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 1098
- Frá upphafi: 573193
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 983
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.