Mér var boðið á fund um skuldamál heimilan af vini í fjölskyldunni. Fundurinn var haldlinn í Kaldalóni í Hörpu. Þegar til átti að taka fengum við ekki inngöngu þrátt fyrir að félagi minn hafi verið með það á hreinu að almenningur mætti mæta samkvæmt frétt sem hann las.
Við vorum krafðir um fréttamannapassa þar sem fundurinn væri aðeins fyrir fréttamenn. Ég sagði að ég væri fréttamaður, þar sem ég segði oft fréttir og væri auk in heldur bloggari á Mbl.is en það dugði ekki. Svo sá ég að fólk dreif að og þar á meðal biskupinn svo ég fór á eftir og sjá hvernig það mál væri afgreitt. Biskupnum var boðið og fékk inngöngu. Síða kom Birgitta Jónsdóttir með sveit manna og henni þóttir nú lítið til koma svona eftirá fyrirvörum og henni var hleypt inn og ég hengdi mig á hennar snaga.
Birgitta hafði orð á því að þetta væri eins og jarðaför, því það var enginn stemming, en krans fyrir framan við púltið eins og títt er í kirkjum.
Síðan fóru þeir fóstbræður Sigmundur og Bjarni yfir þessi mál og reifuðu þau eins og allir geta lesið um í fjölmiðlum.
Dr. Sigurður Hannesson stærðfræðingur formaður nefndarinn fór svo yfir efnisþætti málsins og var hans innlegg afar glöggt. Það sem vakti athygli mína var að not á séreignasparnað skuldara til að greiða niður höfuðstól fasteignaskulda, en á móti er gefinn eftir tekjuskattur 4% af iðgjaldi launþega og 2% af iðgjaldi frá launagreiðanda. með öðrum orðu það er farið í vasa skuldara og hann látinn borga. Þetta er svona eins og gert er í Tívolí af fjöllistamönnum.
Að lokknum framsöguerindum átti svo að heita að leyfðar væru fyrirspurnir úr sal með þeim fyrir vara að menn þyrftu að fara komast á fréttastofur og hlutaðeigendur í viðtöl svo lítið var um spurningar úr sal. 2 spurningar komu og var svarað af ráðherrunum.
Ég var tilbúinn með eina spurningu og var búinn að rétta upp hendi en forsætisráðherra tók ekki eftir því. Spurningin varðaði það hvort og hvernig þeir nytu þessara að gerða sem væru búnir að missa frá sér fasteignina annað hvort í sölu eða nauðungaruppboði en búnir að fá á sig verðbólguskotið og bera hallann af því og ýmsum hremmingum öðrum sem hrunið hafi valdið þeim búsifjum.
Þessar aðgerðir eru ekki það sem hefur verið lofað í hástemmdum loforðum fyrir kosningar, en virða ber viljann fyrir verkið. Og ég er ansi hræddur um að mörgum finnist þetta þunnur þrettándi.
Hámarkslækkun höfuðstóls 4 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.11.2013 | 18:12 (breytt 20.8.2016 kl. 10:46) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 3
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 1267
- Frá upphafi: 566784
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1151
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ferð afar nærri sanni.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2013 kl. 18:58
Þeir fá sennilega ekkert
Brynjólfur Tómasson, 1.12.2013 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.