Þessi deila er með því erfiðasta sem þjóðin er að ganga í gegn um fyrir utan hrunið og á eftir að kljúfa hana í tvennt. Hagsmunirnir eru annars vegar að sveitarfélag ráði skipulagi í sinni heimabyggð og löndum og svo hinsvegar dreifðir hagsmunir landsbyggðarinnar til flugsamgangna. Blöndudeilan var mjög erfið deila á sinni tíð, fyrir þá sem í henni lentu og næst vettvangi stóðu, en ég fer aldrei ofan af því að Blönduvirkjun er gott og traust mannvirki bygg á svæði sem er ekki er jarðskjálftasvæði. Þar var talið sjálfsagt að bændur létu af hendi mikið land sem þeir höfðu umráðrétt yfir. Mér lýst best á tillögu og útfærslu Bjarna verkfræðings Gunnarssonar Bjarnasonar, kennara á Hvanneyri, en í þeim tillögum dregur hann flugvallarsvæðið mjög saman svo hægt er að gjörnýta Vatnsmýrina. Landfylling út í sjó á Skerjafirði í NS er auðveld og sennilega kostnaðar minn þegar hægt er að byggja frá landi fremur en að vera sigla með grjótpramma frá Geldingarnesi yfir á Löngusker og við höfum reynslu af uppfyllingum, ( sjá Sæbrautina). En Bjarni bendir einmitt á að mikið efni komi úr væntanlegum grunni Landspítalans. Sú hugmynd að færa skipulagsvaldið yfir Reykjavíkurflugvelli með löggjafarvaldi til ríkisins mun gera það að verkum að umræða um misvægi atkvæða vegna kjördæmaskipunarinnar mun fá byr undir báða vængi og það er viðkvæmt mál á landsbyggðinni. Það mál mun blossa upp. Í flugvallarmálinu er helst að treysta á útsjónarsama verkfræðinga og það er nauðsynlegt að útkljá þessa deilu með viðræðum og samningum það er best fyrir báða aðila. Því miður finn ég ekki þessar tillögur Bjarna, en vona að einhver geti deilt þeim hér í kommentakerfinu. Svo er nauðsynlegt að halda líflega baráttufundi um þetta mál.
Taka verði tillit til almannahagsmuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.9.2013 | 18:24 (breytt kl. 18:27) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð ritsmíð hjá þér.
En að láta völlin bara vera þar sem hann er?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.9.2013 kl. 12:12
Heimir, Reykvíkingar vilja fá landið til betri nýtingar, um það snýst deilan.
Það verður að horfa á málið frá sjónarhóli beggja aðila.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.9.2013 kl. 15:57
En Þorsteinn, meirihluti Reykvíkinga telur nýtingu landsins best varið á þann hátt að völlurinn veri.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.9.2013 kl. 16:53
Hvar er sá meirihluti Heimir?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.9.2013 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.