Þórsmörk og Almenningar

Ferðalangar Deilur um upprekstur nokkurra bænda í Almenninga hafa komið nokkru róti á umræðuna um gróðurvernd. Lærðir menn hafa úrskurðað ítölu á þessu svæði eins og vera ber samkvæmt lögum. ítölunefndin klofnaði í afstöðu sinni til málefnisins og er ekki hægt að rekja þann ágreining hér, en hann er í senn lagalegur og fræðilegur. Þeir sem hafa áhuga á afla sér upplýsinga um matið þar sem það er að finna. En við yfirlestur á áliti meirihluta og minnihluta er eftirtektarvert hve nefndarmenn leggja mikla vinnu og fræði í álitin svo það verður búfræðileg unun að lesa álitin.

 Þórsmörk er sönnun þess að hægt er að láta birkiskóg gróa upp með friðun. Þess vegna er deilan um beit á afréttinum í Almenningum tilfinningamál ekki síður en fræðilegt um fóðureiningar fjölda ærgilda og gróðurþekju.

Hagsmunir af notkun landsins eru annarsvegar búfjárbeit og hinsvegar löngun þéttbýlisbúans að vera í kyrrð fjalla og öræfa, hvíld og að njóta náttúrunnar eins og hún er að Guði gerð.

Við hjónin er um nýkomin úr gönguferð um Laugavegin niður í Þórsmörk með Ferðafélagi Íslands.

Þá orti kona mín þessa limru þegar þegar nokkuð var liðið á söng um kvöldið og búið að syngja Þórsmerkurljóð.

Þórsmörk ég þrái heitt.

Þreyttum fótum finnst það ei leitt.

Er sjáum við dal

í fjallanna sal,

sem eitt sinn hafði ,, Maríu " seitt.

Höf. Inga Þórunn Halldórsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband