Deilur um upprekstur nokkurra bænda í Almenninga hafa komið nokkru róti á umræðuna um gróðurvernd. Lærðir menn hafa úrskurðað ítölu á þessu svæði eins og vera ber samkvæmt lögum. ítölunefndin klofnaði í afstöðu sinni til málefnisins og er ekki hægt að rekja þann ágreining hér, en hann er í senn lagalegur og fræðilegur. Þeir sem hafa áhuga á afla sér upplýsinga um matið þar sem það er að finna. En við yfirlestur á áliti meirihluta og minnihluta er eftirtektarvert hve nefndarmenn leggja mikla vinnu og fræði í álitin svo það verður búfræðileg unun að lesa álitin.
Þórsmörk er sönnun þess að hægt er að láta birkiskóg gróa upp með friðun. Þess vegna er deilan um beit á afréttinum í Almenningum tilfinningamál ekki síður en fræðilegt um fóðureiningar fjölda ærgilda og gróðurþekju.
Hagsmunir af notkun landsins eru annarsvegar búfjárbeit og hinsvegar löngun þéttbýlisbúans að vera í kyrrð fjalla og öræfa, hvíld og að njóta náttúrunnar eins og hún er að Guði gerð.
Við hjónin er um nýkomin úr gönguferð um Laugavegin niður í Þórsmörk með Ferðafélagi Íslands.
Þá orti kona mín þessa limru þegar þegar nokkuð var liðið á söng um kvöldið og búið að syngja Þórsmerkurljóð.
Þórsmörk ég þrái heitt.
Þreyttum fótum finnst það ei leitt.
Er sjáum við dal
í fjallanna sal,
sem eitt sinn hafði ,, Maríu " seitt.
Höf. Inga Þórunn Halldórsdóttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.7.2013 | 12:33 (breytt 16.11.2014 kl. 18:46) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 573262
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.