Minningargrein um Þorstein H. Gunnarsson

Látinn er í hárri elli Þorsteinn H. Gunnarsson. Hann er fæddur að Stað í Skerjafirði fluttist í Laugarnesið þrevetra en ólst upp að Syðri-Löngumýri í Blöndudal í Svínavatnshreppi. Hann hafði gaman af því að vera á böllum sem ungur maður í sveitinni:

Þessar voru heimasætur í sveitinni á þeirri tíð.

Guðrún á Guðlaugstöðum      Dularfull og dulúðug.

Hanna Dóra á Höllustöðum   Hafði frá ýmsu að segja ef svo bar undir

                                               og góðan gest bar að garði.

Áslaug á Ytri- Löngumýri     Myndarleg og töluverð skvísa.

Guðrún á Ytri-Löngumýri     Ögrandi og sjarmerandi.

Þórey í Stóradal                     Ótaminn dugnaðarforkur.

Sveinbjörg í Stóradal             Feimin en leynir á sér.

Sigurbjörg í Stóradal             Vinnusöm og fylgin sér.

Ásgerður á Stóra-Búrfelli      Mjúk og hlý.

Anna á Stóra-Búrfelli            Glaðsinna og hláturmild.

Bryndís á Mosfelli                 Hávaxin.

Kristín Indriðadóttir

Geithömrum                          Mikill félagi.

Kristín Þorsteinsdóttir

Geithömrum                          Hlédræg námskona.

Valdís á Grund                     Traustur vinur. ( Dísa í Dalakofanum).

Valgerður á Syðri-Grund      Mikil búkona.

Sigrún á Syðri-Grund            Kom blaðskellandi á ballið í Húnaveri.

Halldóra á Auðkúlu               Kát og nokkuð fyrirferðarmikil.

Guðrún á Snæringstöðum      Hláturmild danspía.

Elín á Svínavatni                   Gaf mönnum   kirkjukaffi                 

                                              Heiðursheimasæta sveitarinnar f. 1897

Útför hans var gerð um daginn og var sungið ,,Við göngum svo léttir í lundu."


mbl.is Skrifaðu þína eigin minningargrein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband