Ný stjórnarskrá, breytingartillögur


l. Kafli

Undirstöður

1.      grein

Stjórnarform

Ísland er Lýðveldi með jöfnum atkvæðisrétti borgaranna til kjörs fulltrúa til setu á Alþingi og er Lýðveldinu stjórnað með lögum sem Alþingi setur.

Nýmæli: Höfundur Þorsteinn H. Gunnarsson

2.      grein

Handhafar ríkisvalds

Ríkisvaldið greinist í þrjá valdaþætti sem eru óháðir hvor öðrum og eru eftirfarandi:

1.      Rétt kjörið Alþingi fer með löggjafar og lagasetningarvald.

2.      Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar og úrskurðarnefndir fara með dómsvald og úrskurðarvald.

3.      Forseti Íslands, ríkistjórn, ráðherrar, og sveitarstjórnir og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdavald svo sem lög mæla fyrir um og áskilja.

Endurritað af Þorsteini H. Gunnarssyni

 

3.      grein

Íslenskt yfirráðasvæði

Mörk íslenskra landamæra miðast við strönd Íslands á stórstraumsfjöru og er landsvæðið innan þeirra landamæra eitt og óskipt.

Mörk íslenskrar landhelgi, lofthelgi og efnahagslögsögu skulu ákveðin af Alþingi í samræmi við alþjóðalög og sáttmála.

Nýmæli og endurritað af Þorsteini H. Gunnarssyni

4.      grein

Ríkisborgarréttur

 Rétt til íslensks ríkisfangs öðlast þeir sem eiga foreldri með íslenskt ríkisfang. Ríkisborgararéttur verður að öðru leyti veittur samkvæmt lögum.

Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti.

Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hvaða sakir sé hægt að vísa þeim úr landi. 

Tillaga stjórnlagaráðs.

 

5.grein

Allir skulu virða stjórnarskrá þessa í hvívetna, sem og þau lög, skyldur og réttindi sem af henni leiða.

Tillaga stjórnlagaráðs. Þrengt.

-------------------------------------------------------------------------------------------------

Tillaga stjórnlagaráðs 1.gr. um að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn segir ekkert um grunnstjórnarfar og er ekki hægt að átta sig á henni.

Tillaga stjórnlagaráðs  3. gr. um að íslenskt landsvæði sé eitt og óskipt segir ekkert, ef ekki er jafnframt skilgreint og mörk dregin um landamæri þjóðríkisins og hvar þau eru og liggja.


mbl.is Rætt um þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband