Í fréttinn er ekki fjallað um þann þátt sem snýr að efnahag búreiknisbúanna en samkvæmt búreikningunum eru þau með neikvæðan höfuðstól. Þ.e. þau skulda meira en eignum nemur.
Lykil spurningin er því sú hvort þessir búreikningar endurspegli stöðu landbúnaðarins almennt í landinu.
Skoðum skuldastöðuna nánar samkvæmt skýrslunni: http://www.hag.is/bureikningar.html.
Kúabú.......................................................Eignir 33.591 þús
...............................................................Skuldir 55.854 þús
Höfuðstóll neiðkvæður um -22.263 þús
Sauðfjárbú.............................................. Eignir 12.618 þús
...............................................................Skuldir 14.370 þús
Höfuðstóll neikvæður um -1.752 þús
Blönduð bú............................................Eignir 12.543 þús
.............................................................Skuldir 7.160 þús
Höfuðstóll jákvæður um 5.384 þús
_____________________________________________________________
Verðhækkanir í fyrra bættu hag bænda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.10.2012 | 12:54 (breytt 24.11.2012 kl. 19:25) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tölurnar sýna mikla fjárfestingu í mjólkurframleyðslu(róbótar) og sauðfjárrækt.Bændur hafa verið að hverfa frá blönduðum búskap sem sýnist hagkvæmari ef einblýnt er á þessar tölur en er ekki þar sem ekkert er verið að fjárfesta í nýrri tækni.Búin hafa líka verið að stækka og fækka og verða hagkvæmari.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 14:23
Það er ljóst að bændur hafa þurft að taka á sig meiri skerðingar en flestir aðrir, vegna hrunsins.
Þessi samanburður hér að ofan segir þó ekki neitt og allra síst að blönduð bú séu hagkvæmari en hin. Það er ljóst að blönduðum búum fer fækkandi og þau yfirleitt rekin af eldra fólki sem lítið skulda. Skuldir kúabúa er áberandi meiri en fjárbúa, en þær koma þó í flestum tilfellum til vegna endurnýjunnar í landbúnaði, þar sem yngra fólk hefur tekið við af því eldra. Sá áróður að betra sé að einbeita sér að einni bútegund hefur svo orðið til þess að þetta yngra fólk fer þá leið og þarf oftar en ekki að byggja upp á nýtt, samhliða lántöku við kaup á bústofni, kvóta, húsum og jörðum af foreldrum sínum. Það er nefnilega þannig að foreldrar geta ekki lengur "gefið" börnum sínum jarðir og rekstur, eins og áður var. Nú fer skattmann af stað og verðleggur slíkar gjafir og skattleggur samkvæmt þeirri verðlagningu. Þá skattlagningu verða börnin svo að leggja fram að lágmarki og hún er orðin svo há að nánast er útilokað að taka við búi. Vegna þessa eru margar skuldir í landbúnaði, til viðbótar þeim sem verða til við að breyta búum frá blönduðum yfir í einhæfð bú.
Það er svo aftur spurning hvort betra sé að vera með blandaðann búskap eða einhæfan, þó ekki sé hægt að nota þær tölur sem þú færir fram því til rökstuðnings. Sá áróður sem hefur verið á því að einhæfur búskapur sé betri en blandaður hefur ekki verið nægjanlega rökstuddur, kemur að mestu frá fjármálakerfinu þar sem hin margfrægu Exel skjöl ráða öllu. Það er hins vegar fleira sem kemur til þegar að búskap kemur en tölur á blaði, eins og þú sjálfur veist best, Þorsteinn. Með blönduðum búskap eru fleiri stoðir undir rekstrinum og því ætti sá búskapur að vera betri, en þetta eru bara hugleiðingar á hinu skynsama svið. Hagfræðin er kannski önnur.
Það er gaman að leika sér með tölur, en að taka út einhverjar valdar tölur, í engu samhengi við neitt annað og án alls rökstuðnings, er ekki við þitt hæfi, Þorsteinn.
Gunnar Heiðarsson, 6.10.2012 kl. 21:08
Gunnar, það er viðtekin venja í bóhaldi að kanna efnahaginn. Það er gert með því að bera saman eignir og skuldir. Ef skuldir eru meiri en eignir þá er talað um að menn eigi ekki fyrir skuldum og þá fara lánadrottnar að ókyrrast.
Á þessu er ekki vakin athygli í meðfylgjandi frétt. Þess vegna kannaði ég þetta í búreikningunum.
Ég hef reyndar fylgst með þessari þróun frá 1998 eða lengur.
Bændur hafa verið að ganga á höfuðstól frá 1998.
2002 voru bú með 156.000 lítra framleiðslu eða meira, með 34.900 þús í eign en skulduðu 38.030 þús og var höfuðstóll öfugur um -3.130 þús.
Ég er ekkert að leika mér að tölum. Birti bara það sem búreikningar leiða í ljós og það væri ekki við hæfi fyrir mig að vekja ekki athygli á þessu.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.10.2012 kl. 21:45
Þið hafið báðir rétt fyrir ykkur, enda lít ég ekki svo á að þið séuð ósammála. Það er líka punktur í þessu öllu sem þarf að minnast á til viðbótar, en það eru hagsmunir þeirra sem vilja selja bændum þennan dýra vélbúnað og tilheyrandi nýbyggingar. Svokölluð leiðbeiningaþjónusta virðist vera algjörlega á mála hjá þeim aðilum með einum eða öðrum hætti.
E (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.