Ambaga

Sjúkrahús á KúbuÞað er nú svolítið um ambögur eða rangmæli, misskilning og rangtúlkun að ræða á þessari hækkun á krónum á kaupi forstjóra Landspítalans. 

Eftir því sem ég kemst næst átti hann að fá 450 þúsund kr fyrir að framkvæma aðgerðir í því sem hann er sérfræðingur í. Það þýðir að hann fær greitt fyrir það og er þá væntanlega að skila meira vinnumagn  af sér. Rökstuðningurinn fyrir því er að forstjórinn vill halda til haga færni sinni á faglegasviðinu. Alþekkt er að ef fólk vinnur ekki á fagsviði sínu um lengri eða skemmri tíma að grein sinni á þá týnist verkfærnin niður.

Ef við gefur okkur það að forstjórinn framkvæmi 3 aðgerðir á viku= 12 aðgerðir á mánuði og deilum því í 450 þús. að þá er það 37.500 kr á aðgerð.

Ég er í tvígang búin að fara með gamlan bíl sem ég á í aðgerð. Annarsvegar var um að ræða að skipta um gorma (settir í gamlir) og kostaði það 37 þús kr. Hinsvegar var um að ræða að skipta um alternator, dynamó, (settur í gamall) og kostaði það 33 þús. Þessi samanburður er gerður til gamans.

Það er auðsætt mál að þessi mannauðsmál á Landspítalanum eru afar viðkvæm og erfið við að eiga.

Sjálfur hef ég notið færni og ummönnunar á Landspítalanum á liðnu sumri. Um það vil ég segja eftirfarandi:

Þar er toppfók í hverju plássi hugsað um mann af einstakri alúð. Ég vona að við höfum færni til að standa saman svo öllum líði vel.

Myndin er af nýju sjúkrahúsi á Kúbu en þar var mér sagt að læknar færu til annara landa til að afla gjaldeyris. Fengju grunnkaupi greitt til sín en skiluðu mismuninum í ríkissjóð.


mbl.is Áhersla á stjörnustarfsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband