Hér má sjá mynd af bifreiðareftirlitsmönnum á Íslandi 1952 en myndin er orðin 60 ára gömul. Fékk ég myndin hjá Aðalskoðun í Hafnarfirði að mig minnir og leyfi til að nota hana. Ekki veit ég hver á hana en Bifreiðaeftirlit ríkisins var rekið af því opinbera og er myndin væntanlega þaðan komin.
Hlutverk Bifreiðaeftirlit ríkisins var að framkvæma skoðun á vélknúnum ökutækjum fræðsla á meiraprófsnámskeiðum og að vera prófdómendur þegar ökumenn tóku hið minna og hið meirapróf bifreiðastjórnunar. Vegaeftirlit á landsbyggiðinni og að kanna ástand ökumanna.
Á myndinni þekki ég tvo kappa, þá Geir Bachmann í Borgarnesi og föðurbróður minn Berg Arnbjörnsson, Bíla-Berg, bifreiðeftirlitsmann á Akranesi. Ég átti þess kost að ferðast með þeim töluvert um Norðvesturland þar sem þeir voru við störf sín. Þeir voru nokkurskonar lögreglumenn í byggðarlögum og voru íhlutunarsamir um hátterni ökumanna og búnað og ástand ökutækja.
En störfin voru margvísleg. Eitt sinn var Bergur sendur af sýslumanni Skagfirðinga að gera upptæka bruggverksmiðju hjá bónda einum í Skagafirði. Honum rann svo til rifja aðstæður á heimilinu að hann hóf fjársöfnun til handa bóndanum. Afhenti hann bónda álitlega peningaupphæð með þeim orðum að hann skyldi hætta þessu bruggstandi. Bóndi hætti áfengisneyslu og varð nýtur maður sinnar sveitar upp frá því.
Ökumenn undir áhrifum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.9.2012 | 08:39 (breytt 30.10.2014 kl. 20:37) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það gekk kjaftasaga milli okkar krakkana efst á Suðurgötunni á Akranesi um Bíla-Berg.
Á þessum tíma voru svokölluð „óbrjótandi glös“ að koma í búðir. Bergur kom heim með mörg glös röðuð saman.“ Sara Sara sjáðu bara“ kallaði Bergur umleið og hann kastaði glösunum á gólfið.
Glösin kurluðust og þetta var auðvitað óskemmtilegt fyrir hjónin en okkur krökkunum fannst sagan ofboðslega fyndin og jöguðumst á henni lengi „Sara Sara sjáðu bara- Sara Sara sjáðu bara búmm!“
Hvort sagan er sönn eða ekki veit ég ekki og það skiptir auðvita litlu máli.
Bergur var kunningi föður míns Hans Jörgenssonar kennara og í barnsminningunni var hann mikill öndvegismaður.
Snorri Hansson, 18.9.2012 kl. 18:19
Bergur föðurbróðir minn var afar fljótfær maður.
Þessi saga hefur gengið manna á milli í fjölskyldunni og er væntanlega sönn.
En ástæðan fyrir því ð glösinn brotnuðu var sú að þeim var hent í gólfið í einum stafla, þá brotna þau, en ekki þegar þeim er hent einu og einu.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.9.2012 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.