Ágreiningur er risinn milli forsætisráðherra sem fer með málefni forsetaembættisins og Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum. Snýst það um á hvað tímapunkti forsetavald er fært yfir til handhafa forsetavalds, svo og útlagðan kosnað og tímaleysi handhaf forsetavalds. Nú er sem kunnugt erfiðir tímar og í mörgu að snúast fyrir handhafa forsetavalds og er þeim örðug um vik að flengjast í tíma og ótíma 100 km til að taka í höndina á forseta Íslands vegna utanferða hans, sem eru margar.
Í yfirlýsingu Ólafs Ragnar Grímssonar segir eftirfarandi; Allt frá stofnun lýðveldisins hefur þessi flutningur á forsetavaldinu verið í formi handabands við brottför forseta þar eð ekki hefur fundist annað form sem tryggði jafn vel að enginn vafi væri um stað og stund slíkrar breytingar á forsetavaldinu, valdi sem t.d. getur skipt sköpum við setningu laga".
Takið eftir; ,, þar eð ekki hefur fundist annað form". Þessa röksemd er ekki hægt að taka gilda.
Ég legg því til að útbúið verði eyðublað á löggiltum skjalapappír þar sem valdaskiptin verða bókfest og allir hlutaðeigendur sem málið varðar skrifi undir og undirskriftirnar verði vottaðar.
Í skjalinu komi fram hvert forseti er að fara, erindi og hve lengi forseti hyggst dvelja erlendis. Klukkan hvað valdaskiptin fara fram og símanúmer ef eitthvað kemur upp á.
Skjalið verði í fjórriti og heldur hver aðili einu eintaki hver. Lögregla fylgi forseta út á flugvöll og votti það að hann hafi farið úr landi.
Þessi undirskrift eigi sér stað í annaðhvort skiptið í stjórnarráðinu og hitt skiptið á Sóleyjargötunni. Hlutkesti verði látið ráða hvorum staðnum verði skrifað undir fyrst eftir að þessi tilhögun tekur gildi
Framsalið í formi handabands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.8.2012 | 16:39 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er með ólíkindum hvað ráðamenn halda áfram að rífa niður dreggjarnar af virðingu og tiltrú okkar á þeim sem embætismönum og jú, heilbrigðum manneskjum. Þvílíkt sjónarspil. Það fer um mann aulahrollur af áður óþekktri stærð.
Birgir Kristbjörn Hauksson (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 19:56
Fallegur íslenskur siður að kveðja með handabandi, þegar farið er í langferð.
Spurningin hvort ekki sé hægt að finna þessum samskiptum annað form.
Það kom fram í RUV að valdaframsalið væri birt í Stjórnaríðindum og Lögbirtingarblaðinu.
Forvitnilegt væri að vita hvernig þetta er tíðkað hjá öðrum þjóðum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 17.8.2012 kl. 20:56
Það skiptir engu máli hvernig þessu er varið meðal annarra þjóða Þorstein H. Gunnarsson. Þetta er hefð hér og það á að fara gætilega í að raska hefðum, enda eru hefðir ekki svo mikið að flækjast fyrir okkur Íslendingum og kannski því miður.
Þegar ofstopa kerling ræðst til atlögu við hefðir sem henta ekki hennar geði, þá er það líkt og með aðra einræðisherra sem sífellt reina að skapa sér umhverfi og bægja frá sér ímynduðum hættum sem oft eru ekki annað en nasa pirringur viðkomandi yfirgangs manneskju.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.8.2012 kl. 09:02
Satt segir þú Hrólfur, Það verður að fara með gát að raska hefðum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.8.2012 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.