Veik staða Framsóknar í Húnavatnssýslum, Ströndum og Vestfjörðum

Ásmundur E. Daðason er til heimilis í Dölum vestur. Það má gera ráð fyrir að hann hafi drjúgt fylgi  þar og um nærsveitir.

Eftir sem áður verður veik staða Framsóknar í Húnavatnssýslum þar sem burðarásarnir hafa lengst af setið svo sem Björn á Löngumýri og Páll á Höllustöðum.

Þá eru Strandir ótaldar þar sem Hermann Jónasson var lengi þingmaður og allir Vestfirðir með öllu þéttbýlinu þar en Steingrímur Hermannsson var alþingismaður á þeim slóðum lengi vel.

En mestu áhrifin sem innganga Ásmundar í Framsóknarflokkinn hefur á stjórnmálalífið er brotthvarf Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum og af vettvangi þingflokks Framsóknar.

Það leiðir hugann að því hve Framsókn og reyndar þingflokkar eru ginkeyptir fyrir því að samþykkja inngöngu flökkuþingmanna án þess að leggja mat á hvaða pólitískar afleiðingar það hefur á viðkomandi flokk og landsvísum og í hvaða erindagjörðum þingmenn eru þegar þeir banka upp á krefjast inngöngu eins og hverju öðru farfuglaheimili.

Hvort þeir eru að því til að hrekkja aðra, efla eigin hag eða bara fá gistingu og aðstöðu.


mbl.is Ásmundur Einar gefur kost á sér í 2. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nafnið á þeim sem eru í þessari spilltu pólitík skiptir ekki máli, heldur hugsjón einstaklingsins. Það kemst enginn langt á hugsjónum flokkseigendanna.

Guðmundur Steingrímsson er barnabarn Hermanns, pabba Steingríms Hermannsonar.

Það virðist vera sannfæring íslendinga, að börn séu skilyrðislaust með nákvæmlega sömu skoðun og hugsjón, eins og foreldrarnir! Þvílíkur barnaskapur, að trúa slíkri vitleysu.

Ég óska Guðmundi Steingrímssyni allt það besta á listamannabrautinni, því þar er hann sterkur.

Börn eru sjálfstæðar persónur með hugsjónir, en ekki þrælar niðurnjörvaðra ættar-kvaða og pólitíkusa!

Er þetta of flókið fyrir vel "sið-menntaðan" almenning á Íslandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2012 kl. 15:01

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Guðmundur er svo sannarlega listamaður.

Allavega stefnir hann á að vera á lista í næstu Alþingiskosningum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.8.2012 kl. 15:58

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þorsteinn. Ég átti ekki við þannig listamann, heldur listamanninn sem Guðmundur raunverulega er.

Ekki skil ég hvers vegna Guðmundur er að berjast við að taka þátt í þessu pólitíska lista-leikriti. Ég skil ekki neinn sem tekur þátt í pólitísku blekkingarleikriti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.8.2012 kl. 16:46

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Anna, getum við ekki verið sammála um að stjórnmál séu ákveðin list.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 17.8.2012 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband