Er Íslendingum ekki boðið að Bessastöðum?

,,Þátttakendur í samræðunni eru sérfræðingar og áhrifamenn frá Bandaríkjunum og Evrópu og hópur forystumanna frá kínverskum borgum og rannsóknarstofnunum. Kínversku þátttakendurnir eru frá Beijing, Sjanghæ, Hong Kong og Wuxi", segir í fréttinni.

Er Íslendingum ekki boðið að taka þátt í samræðunni? Það kemur ekki fram fréttinni og ekki heldur í fréttatilkynningu forsetaembættisins.

Hver er skýringin á því að Íslendingar fá ekki að vera þarna með?


mbl.is Sjálfbærar borgir ræddar á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Erum við með einhverja sérfræðinga á þessu sviði?

Hallgeir Ellýjarson, 14.8.2012 kl. 20:56

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ha, sérfræðinga. Ég veit nú ekki betur en Ólafur Ragnar hafi sí og æ verið að tala  um sérfræðiþekkingu okkar Íslendinga út um allan heim í sjálfbærum og vistvænum orkugjöfum. Reykjavík er t.d sjálfbær með húshitun.

Í sjálfsævisögu hans Saga af forseta eftir Guðjón Friðriksson er þetta víða að finna.

Margir af eldri kynslóðinn eru aldir upp í sjávar og sveitaþorpum sem voru mjög sjálfbærar einingar.

Sjálfur er síðuhaldari alin upp í sveit þar sem allt var að mestu sjálfbært og ókeypis.

Að vísu undanskil ég beit á hálendinu á gosbeltunum.

Það má því segja að annar hver maður sé sérfræðingur í þessum efnum.

Þessvegna kemur mér á óvart að engum Íslendingi sé boði, sé það raunin.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.8.2012 kl. 21:21

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þorsteinn. Ég var farin að halda að mig hefði dreymt þessa frétt, því það hefur ekki verið minnst á hana í ríkisfjölmiðlum, svo ég hafi heyrt!

Almættið algóða gefi, að þetta leynimakk viti á eitthvað gott fyrir heimsbúa. Ekki er annari hjálp að treysta, en hjálp almættisins landamæralausa, algóða og óflokkaða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.8.2012 kl. 16:30

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Anna, forseti heimsþorpsins mun redda okkur.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.8.2012 kl. 17:28

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þorsteinn. Sá forseti er ekki einungis á Bessastöðum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.8.2012 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband