Móbruni í Svínavatnshreppi í kring um 1955-56

Færsluhöfundur rifjaði það upp þegar fréttin var lesin að hann minnist móbruna í Svínavatnshreppi í kring um 1955-56.

Grafinn hafði verið framræsluskurður samhliða svokölluðum Samkomuhúsafleggjara og kom mikill mór upp úr skurðinum og var svo ruðningnum jafnað út. Þetta var afmarkað svæði.

Í minningunni logaði þarn eldur ári seinna og gróf sig niður í ruðninginn og hélst einhvern tíma og var ekkert sérstkt gert í málinu þar sem svæðið var afmarkað og lítið.

Færsluhöfundur hefur alla ævi staðið í þeirri trú að þarna hafi orðið sjálfsíkveikja ( barnalegt). Til að kanna þetta frekar og far ekki með neitt fleipur hringdi ég í jafnaldra minn og félaga Jón Sigurgeirsson frá Stóradal og síðar Stekkjardal og bar þetta undir hann.

Hann mundi vel eftir þessum atburði en sagði að móðurbróðir sinn Jón Jónsson, Jóni í Stóradal, hefði kannað þetta á þeim tíma og taldi að kviknað hefði út frá sígarettu sem kastað hefði verið út úr bíl.


mbl.is Rætt um að fá þyrluna í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Í myndatexta með fréttinni segir: "Sviðin jörð í tanganum við vatnið þar sem sinan hefur ítrekað brotist út vegna glóða í sverðinum..." Hvernig fer sinan að því að brjótast út? Er hún hrædd við glóðina í sverðinum?

corvus corax, 8.8.2012 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband