Vitleysan með gangbrautarljósin

Hringtorg í BirminghamÞað er nú meiri vitleysan endalaust með þessi gangbrautarljós. Auðvita er aðalatriðið að aðskilja umferð ökutækja og gangandi vegfarenda.

Það verður ekki gert öðruvísi en vera með göng undir akbrautinni. Þannig er dekrað við kýrnar að Hálsi í Kjós. Þær þurfa aldrei að bíða eftir grænuljósi því þær hafa undirgöng undir veginn.

Þetta er sérdeilis hentugt þarna við Þjóðmynjasafnið þar sem vegalengdin er stutt. Það væri hægt að smella forsteyptum gangnaeiningu á einni nóttu-eða tveim.

Þetta er einhvernvegin voðalegt  verkfræðilegt ráðaleysi hér á landi.

Þá væri áhugavert að gaumgæfa hvort ekki væri hægt að vera með ,,lárétta" lyftu fyrir umferðarþunga gangandi og hjólandi vegfarenda, þar sem akbrautir væru margar t.d. á Kringlumýrarbraut, Sæbraut og Miklubraut.

Með því móti væri hægt að nota rafmagn til samgöngubóta.

Myndin er af skemmtilegu hringtorgi í Birmingham í Englandi, þar sem meginþungi umferðarinnar fer undir hringtorgið.


mbl.is Gangbraut yfir Hringbraut betrumbætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband