Búfénaður hefur fylgt Íslendingum frá landnámsöld. Á þeim tíma giltu ákveðnar reglur hvernig menn helguðu sér land til búsetu í byggð og þannig spruttu landamerki bújarða. Reglur um helgun lands til eignar utan hins hefðbundna byggðamynsturs sem þróaðist voru aldrei settar eftir því sem best er vitað, svo sem um heiðar, almenninga og öræfi. Sú venja skapaðist snemma að bændur ráku fé til heiða til beitar. Þessi lönd voru kölluð ýmist víðlend heimalönd, afréttir eða almenningar. Hins vegar hefur lausaganga búfénaðar verið almennt leyfð á Íslandi og hefur sú tilhögun helgast af ýmsum ástæðum.
Landnám, afréttir, þjóðlendur
Með dómi Hæstaréttar frá 28. desember 1981 í máli nr. 199/1978 varðandi Landmannaafrétt, þar sem ríkisvaldið krafðist viðurkenningar á eignarrétti á landi og landsnytjum, var komist að þeirri niðurstöðu að enginn ætti landið en bændur ættu óskoraðan beitarrétt á þessum afrétti og kallast það afréttarnot. Það má segja að Hæstiréttur hafi með dómi þessum kallað eftir lagasetningu um eignarhald á afréttum og almenningum eða eins og segir í dómnum: Hinsvegar verður að telja, að handhafar ríkisvalds, sem til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu landssvæðis þess sem hér er um að ræða. Í framhaldi af þessum dómi varð mikil umræða varðandi eignarréttindi á Íslandi. Upp úr þeirri umræðu eru lög nr. 58/1998 um þjóðlendur sett. Í þeim er þjóðlenda skilgreind sem landsvæði utan eignarlanda sem íslenska ríkið á þó einstaklingar eða lögaðilar eigi þar takmörkuð réttindi. Sem dæmi um slík réttindi eru beitarréttindi. Á okkar tímum er verið að úrskurða um hvar mörk eignarlanda og þjóðlendna liggja. Þegar því er lokið mætti í raun halda því fram að landnámi sé lokið. Forsætisráðuneytið ræður þar með yfir þjóðlendum en önnur réttindi, eins og afréttur og beitarréttur, geta legið innan þjóðlendu.
Ef ráðuneytið vill friða þjóðlendu fyrir beit búfjár, þá verður það að semja við viðkomandi bændur um að afsala sér beitarréttinum, væntanlega gegn bótum. Takist það ekki er hægt að taka réttindin eignarnámi. Við fyrstu sýn virðist þó skynsamlegast að krefjast ítölu í þjóðlendu ef hún er illa farin vegna beitar. Ítala gæti jafnvel skilað niðurstöðu um að engin beit væri heimil í þjóðlendu og þar af leiðandi þyrfti engar bætur að greiða.
Ástæður lausagöngu búfjár
Sú venja hefur skapast við búfjárhald hér á landi að búfé hefur mátt reika um ógirta bithaga og afréttir og er ekki vörsluskylda á búsmala. Nefnist þetta lausaganga búfjár. Hún er aðferð til að nýta graslendi til hins ýtrasta, án tillits til þess hver á það. En hún er miðuð við þá lífshætti sem giltu fyrr á öldum og ljóst er að nú er öldin önnur. Meðfram vegum eru girðingar og þar á fénaður ekki að vera. Samt sem áður ber ökumaður bifreiðar tjón sem hlýst af því ef búfénaður stekkur óvænt í veg fyrir ökutæki en ekki bóndinn. Eini búpeningurinn sem er vörsluskyldur allt árið í högum eru stóðhestar og hrútar að hluta.
Íslenskir bændur hafa almennt ekki náð að girða bújarðir sínar og vegur þar þyngst kostnaður, tímaleysi og að sumar bújarðir er mjög erfitt að girða. Einnig fara girðingar mjög illa á Íslandi. Þær sligast vegna veðráttu, snjóa og ísingar og eru viðhaldsfrekar. Þetta eru helstu skýringar á lausagöngu sem viðgengst í landinu og svo ekki síst sterkri félagslegri og pólitískri stöðu bænda fram að þessu. Sveitirnar voru einsleitar og flestir áttu sameiginlegra hagsmuna varðandi beitina. Þess vegna er reglan um lausagöngu búfjár virk.
Framtíðar beitarskipulag
Íslenskt samfélag er að breytast. Hagsmunir einstaklinga, almennings og hins opinbera eru margvíslegir og hætt við árekstrum, m.a. vegna lausagöngu búfjár og annarskonar landnota. Má þar nefna umferð ökutækja, sumarhús, landgræðsla og skógrækt. Dæmi eru um að skógræktarmaður og sauðfjárbóndi hafi flogist á í hlíðum Esju út af beitarmálum.
Víst er að fyrr eða síðar rekur að því að lausaganga búfjár verði takmörkuð með einhverjum hætti. En vandséð er að það verði hægt að fá bændasamfélagið til að samþykkja breytta skipan mála. Ef koma á slíkri skipan mála verður að gera það með nýrri löggjöf um beitarmálefni. Skynsamlegt er að vera með svæðaskipulag og gera bændum kleift að hafa með sér beitarsamlög á ákveðnum svæðum sem mynda landfræðilega og búskaparlega heild og þar innbyrðis verði lausaganga leyfð. Umhverfi íslensku sauðkindarinnar hefur krafist þess að hún væri léttbyggð, léttræk og nægjusöm. Um miðja síðustu öld var ræktunarstefnunni breytt og var hafin ræktun á lágfættu holdmeira sauðfé. Nauðsynlegt er að halda áfram að rækta hraust afurðarsamt og vöðvafyllt sauðfé, sem hægt er að nefna láglendis- og dalasauðfé. Styðja þarf sauðfjárbændur til að klára að girða bújarðir sínar svo þeir geti haft fé sitt í heimahögum eða beitarsamlögum. Á móti sparaðist margskonar girðingakostnaður almennings og hins opinbera, þar sem lausaganga búfjár heyrir þá sögunni til. Bændur hefðu einnig ávinning af breytingunni svo sem varðandi íþyngjandi smalamennskur og útréttir. Í kjölfarið á slíkum breytingum ættu bændum að vera gefinn kostur á að kaupa sér tryggingu, sem bætti tjón vegna skaðabótaskyldu þeirra vegna lausagöngu búfjár.
Nýir hagsmunir eru sífellt að koma fram um notkun lands og má þar nefna ræktun lands til kolefnisbindings sem eru mikilvæg landnot nú á okkar erfiðu tímum varðandi loftslagsbreytinga. Þannig eru sífelldar breytingar á hagsmunum varðandi landnot. Ljóst er að lausaganga búfjár hefur áhrif á hagsmuni margra. Er því nauðsynlegt að hefja umræðu um nýtt beitarfyrirkomulag búsmala þjóðarinnar, sem fellur að almannahagsmunum. Nú á vormánuðum munu verða kosningar til Alþingis. Er því mikilvægt að afstaða tilvonandi þingmanna og framboða sé ljós því á endanum er það Alþingi sem setur markmiðin og markar stefnuna með löggjöf.
Höfundur er búfræðikandídat og fv. bóndi
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu fyrir síðustu Alþingiskosningar.
Bændur harðorðir vegna Almenninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.8.2012 | 21:42 (breytt 8.3.2023 kl. 19:20) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 55
- Sl. sólarhring: 482
- Sl. viku: 1313
- Frá upphafi: 570619
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 1168
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þessa ágætu grein. Sjaldgæft að sjá fjallað um þessi mál af viti og skilningi. Sammála þeirri ályktun þinni, að ljóst er að allt umhverfi beitar sauðfjár þarf að taka breytingum. Þar kemur margt til auk þess sem þú tiltekur. Eitt er mannfæð í sveitum. Vestfirskir sauðfjárbændur hafa sagt mér að þeir séu að kikna undan skyldum sínum varðandi göngur og smalamennsku í strjálbýlum sveitum og þeir séu farnir að hrekjast óviljugir úr greininni af þeim sökum. Vonandi er þetta upphaf að vitrænni umræðu um þessi mál. Enn og aftur takk fyrir þetta.
Sveitamaður (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 22:00
Mætti fækka til muna þessum hrossastóðum sem eru orðin allt of stór ('Suðurland Borgarfjörður ) og láta rollur þar í staðinn og spara þannig afrétti. Engin atlaga að sauðfjárrækt heldur annað skipulag og tilfærsla.. Lausaganga búfjár verður alltaf einhver á dreifðari svæðum T.d á Vestfjörðum eða Norður þingeyjarsýslu ..Suðurland og Borgarfjörður eru að verða sumarhúsa og túrista svæði og skiptir sauðfjárrækt æ minna máli á þeim svæðum.
Höddi (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.