IR-ingurinn og heiðursfélagi FRÍ, var fánaberi Íslendinga á Ólympíuleikunum í London 1948. Finnbjörn er f. 25. maí 1924 og er því 88 ára.
Finnbjörn var góður handknattsleiksmaðurog góður í körfubolta og fimleikum. Hann var mjög góður frjálsíþróttamaður og mjög góður spretthlaupari.
Á heimasíðu FRÍ má lesa eftirfarandi um Finnbjörn:
21. mars 2012
Finnbjörn Þorvaldsson heiðursfélagi FRÍ
Finnbjörn Þorvaldsson varð gerður að heiðursfélaga FRÍ á þingi þess um sl. helgi. Finnbjörn var einn lykilmönnum í gullaldarliði okkar í frjálsíþróttum í lok 5. og byrjun 6. áratugarins. Hann var methafi í 100 m og langstökki. Hann keppti á Ólympíuleikunum 1948, þar sem hann var fánaberi. Finnbjörn var 6. á EM 1946 í Osló í 100 m hlaupi, og komst í úrslit á EM í Brussel 1950. Á myndinni með Finnbirni, er Magnús Jakobsson formaður FRÍ um skeið og einn af atorkusömustu mönnum hreyfingarinnar.
Finnbjörn Þorvaldsson var einnig Norðurlandameistari í 100 m hlaupi nokkrum sinnum, auk þess sem vann til fjölmargra titla á Meistaramótum Íslands. Hans árangur í væri enn frambærilegur í 100 m hlaupi 10,5 sek. og 7,16 m í langstökki.
Prúðmennska og drengskapur í keppni voru einkennandi í fari Finnbjarnar. Hann var fyrstur til að óska sigurvegara til hamingju og aldrei urðu keppinautar hans varir við hroka.
Hann átti tvívegis sæti í stjórn FRÍ.
Síðuhöfundur getur ekki annað en verið drjúgur með frænda sinn og óskar honum til hamingju með daginn. Það eru 64 ár síðan Finnbjörn Þorvaldsson hóf þjóðfána Íslands á loft í London þegar Íslenska lýðveldið var aðeins 4 ára gamalt og það hefur eflaust verið tilfinningarík stund fyrir hann.
![]() |
Íslensku keppendurnir gengu inn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.7.2012 | 22:54 (breytt 29.12.2016 kl. 20:11) | Facebook
Myndaalbúm
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.