Forsetaembætti í uppnámi-óvíst um útgáfu kjörbréfs.

Svo virðist sem forsetaembættið sé að dragast inn í miklar deilur og málaferli. Það er nú ekki nógu þjóðvænlegt.

Það er nú svo sem eðlilegt þar sem einstaklingurinn sem því gegnir hefur alla tíð lagt áherslu á skylmingar og bardagalist.

Um harm Guðna Ágústsonar get ég lítið sagt, Guðni er góður Íslendingur og ættjarðarvinur. Ég átta mig hins vegar ekki á hvers vegna hann gengur á fund biskup í þessu máli. Þekki ekki alveg hvaða lögsögu biskup hefur yfir starfmönnum kirkjunnar, þegar þeir halda ræður í almenningum eða rita á vefmiðla, utan embættisstarfa.

Eiga menn þá alltaf að ganga á fund biskup ef þeim súrnar í augum. Vafalaust hafa stór orð verið látin falla og það er þá dómstóla að skera úr.

Hinu hef ég meiri áhyggjur af hvernig Hæstréttu snýr sér í því að gefa út kjörbréf til handa forseta Íslands en kosningar sæta nú væntanlega kæru frá öryrkjum.

Varla getur rétturinn gefið út kjörbréf fyrir en kæran er úkljáð og úr því skorið hver kæran hefur á lögmæti kosninganna og nú er væntanlegt réttarhlé og dómarar komnir í sumarleyfi.

Hugsanlega áritar rétturinn kjörbréfið með fyrirvara um lúkningu málsins ellegar út verði gefið bráðabirgðarkjörbréf fram að jólum.


mbl.is Davíð svarar Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef ekki hefði komið til úrskurður Hæstaréttar um kosningar til stjórnlagaþings væri þetta ekkert mál. Rétturinn myndi fara að eins og gert hefur verið í öðrum vestrænum löndum, t. d. hjá Stjórnlagadómstóls Þýskalands, þar sem úrskurðað er um ólögmæti ákveðinna framkvæmdaatriða og gefinn frestur til að bæta úr, en gildi og úrslit kosninganna látin standa.

Í staðinn skapaði Hæstiéttur óvissu um ógildingu kosninga, sem á sér ekkert fordæmi á vesturlöndum út af misfellum sem hvergi nema hér á landi myndu leiða til ógildingar kosninga, enda hafa kosningar hvergi verið ógiltar nema hér.

Vísa á bloggpistil minn um þetta efni í dag.

Ómar Ragnarsson, 6.7.2012 kl. 15:36

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Harmurinn er ykkar vinstri mannanna - og meðvirku með yfirgangssömu Evrópusambandinu - að horfa á ykkar (núorðið) erkifjanda, herra Ólaf Ragnar Grímsson, komast enn að æðsta valdastóli Íslands og það í 5. sinn.

En Ómar Ragnarsson kýs að veitast enn að Hæstarétti Íslands vegna þess lögboðna úrskurðar, sem honum var fenginn í hendur af Alþingis og lögunum um stjórnlagaþing. Hvað sem líður einhverjum þýzkum praxís, sem kemur okkur ekkert við (og hver upplýsti um hann í hópi þínum í "stjórnlagaráði", Ómar?), þá fór Hæstiréttur að lögum.

Það er algerlega á hreinu, að aldrei mundu leyfast sömu aðferðir við alþingis- eða jafnvel sveitarstjórna-kosningar eins og þarna voru viðhafðar, með pappírsblað á milli kjörborða og menn látnir labba með OPINN kjörseðilinn (bannað var að brjóta hann saman!) innan um annað fólk margra metra að kjörkassanum!!!

Skrípaleikurinn hófst þó fyrst fyrir alvöru, þegar umboðssviptir menn eins og Illugi Jökulsson fóru í dauðaleit og lýstu eftir aðferð til að sniðganga dóm Hæstaréttar - eins og gerræðisfulli meirihlutinn á Alþingi hófst síðan handa um með því að skipa ÓLÖGLEGT "stjórnlagaráð"!!!

Jón Valur Jensson, 6.7.2012 kl. 20:04

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Takk fyrir innlitið Ómar og Jón Valur.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.7.2012 kl. 20:52

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Flýtimeðferðar er þörf hjá Hæstarétti.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.7.2012 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband