Alþingismenn lúta nokkuð öðrum lögmálum við störf sín en almenningur. Þeir eru kosnir fulltrúar og eru í raun ekki með neinn húsbónda yfir sér, nema lög og reglur. Nú skilst mér að það sé ekki vel séð að alþingismenn séu undir áhrifum áfengis við störf sín á fulltrúasamkomunni.
Það hefur þó komið fyrir að kaupstaðalykt sé af mönnu eftir því sem fréttir herma. Almennt er mikið umburðarlyndi gagnvart áfengi hjá okkur Íslendingum.
Í þessu tilfelli sem hér um ræðir ber viðkomandi alþingismaður háttvirtur Jón Gunnarsson af sér sakir og fullyrðir að hann hafi ekki bragðað áfengi.
Það getur ekki verið hlutskipti alþingismanna að upplýsa það í pontu hvort kaupstaðarlykt sé af hinum eða þessum alþingismönnum. Hitt er svo annað mál að alþingismenn gætu verið með sérstaka pontufundi á þessu sviði og rætt þar áfengismálin vítt og breytt.
En þar sem þessi brennivínsmál á Alþingi, eru komin í hámæli, þá geri ég þá kröfu sem aðili að Alþingi Íslendinga í gegn um kosningarétt minn, að forseti Alþingis kanni það með lögmætum hætt, þá og þegar svona mál koma upp. Viðkomandi alþingismenn blása í blöðru þannig að rétt niðurstaða sé fengin strax svo ekki þurfi að eyða dýrmætum tíma og pexa um þessa hluti.
Telur ummælin vítaverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.6.2012 | 23:06 (breytt 30.10.2014 kl. 20:39) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 15
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 566936
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg drepfyndið að sjá þessar aumu fyllibyttur tala um fyllerí á hinu lága alþingi..... :)
Guðmundur Pétursson, 10.6.2012 kl. 23:30
Þegar eitt helsta mál málanna er það, hvort einhver hafi verið fullur, slakur, eða bara rallhálfur á Alþingi, er öll umræða, karp og kappræður um þjóðþrifamál að engu orðnar.
Mikið hefur lagst lítið fyrir Alþingi Íslendinga. Davíð, Geir, Ingibjörg,Þistilfjarðarkúvendingurinn og silfurskottuna.....
Áratugastjórnun, ýmist í kappi gegnt hvort öðru eða saman...
Eru virkilega ekki til neinir staðlar um "egoflipp", ömurlega fjölmiðlaumræðu, eða pólitíska spillingu?
Sem hluthafi í lýðveldinu Íslandi, mótmæli ég harðlega störfum stjórnar og krefst endurkjörs, þar sem enginn af núverandi setuliði má bjóða sig fram og þau sem ná kjöri skuldbinda sig til að sitja ekki lengur á þingi en 12ár ( Þrjú kjörtimabil) Sá eða sú sem engu áorkar á átta árum, geriir það örugglega ekki á 12, 16, 20, 24. 28, 32 eða bara "what ever" sem hérlendir stjórnmálamenn hreykja sér af þessa dagana.
Sá eða sú sem getur nefnt mér 1 afrek þessarar stjórnar, gegnt öllum flipunum í þeirri síðustu...
Go ahead..!
Bestu kveðjur.
Halldór Egill Guðnason, 11.6.2012 kl. 03:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.