Systir mín Halldóra Gunnarsdóttir var við störf í London 1952 þegar Elísabet var krýnd. Hún fylgdist með öllum hátíðarhöldunum. Hún sagði okkur svo frá öllum herlegheitunum þegar hún kom heim. Halldóra segir en frá þessum atburðum þegar Elísabet er í fréttum.
Ég hef alltaf fullvissað mig um það þegar myndir hafa verið birtar af Elísabetu að þetta væri hún. Það hef ég gert með því að athuga hvort hún væri ekki örugglega með töskuna á handleggnum. Í 60 ár er hún búin að vera með tösku á handleggnum.
Íslendingar standa í þeirri trú að þeir búi í lýðveldi. Svo hefur í raun ekki verið. Þeir búa í Smákóngaveldi. Sjálfur hef ég verið Smákóngur í Húnavatnssýslu. Þar voru Smákóngar út um allar trissur.
Svo þegar fólk flutti á mölina hélt það áfram að vera Smákóngar og drottningar. Leigubílstjórar voru Smákóngar, iðnaðarmenn voru Smákóngar og ráðskonur voru Drottningar.
Nú þessa dagana eru útvegsmenn Smákóngar, hver í sínu plássi og vilja setja Alþingi stólinn fyrir dyrnar.
Forsetinn á Bessastöðum er búinn að safna um sig 30 þúsund manns og vill ekki yfirgefa embættið og vill verð Smákóngur á Bessastöðum.
Svona er þetta búið að vera allan lýðveldistímann.
En mér hefur alltaf fundist Elísabet ágæt. Líka í þorskastríðunum. Til hamingju Elísabet Bretadrottning.
Auðmjúk Bretadrottning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.6.2012 | 20:57 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegt blogg! Takk fyrir það.
Bergljót Gunnarsdóttir, 6.6.2012 kl. 04:04
Takk fyrir innlitið Bergljót.
Kv, ÞHG
Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.6.2012 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.