Fundurinn var settur á réttum tíma.
Gengu þau þá tvö fram Andrea og Ari Trausti og lásu upp yfirlýsingu. Voru þau óánæg með tilhögun og uppsetningu á fyrirkomulagi fundarins. Gekk þá Hannes Skagfirðingur inn í þvöguna og veitti liðsinni.
Fát nokkurt kom á þáttastjórnendur við þessi tíðindi enda töldu þeir sig öllu ráða á vettvangi, eins og alsiða er þar sem menn eru húsbændur.
Gengu þá þremenningarnir snúðugt út en þó án hávaða. Nokkurt kurr og andvörp heyrðist í vorblíðunni frá heimilum landsmanna.
Varð af þessu allmikill liðssamdráttur í Skagafirði um Vestfirði og höfuðborgarsvæðið.
Herdís vildi vera um kjurt á palli en sagðist styðja brottgöngu fólk.
Var nú þáttastjórnendum vandi á höndum þar sem eftir vöru þrír kandídatar en aðeins tvö púlt.
Ólafur varði annað púltið og var engu um þokað en Herdís og Þóra deildu púlti saman og var þröngt um ræðumenn þó mikið pláss væri á sviðinu.
Síðan byrjuðu spurningar og svör. Þáttastjórnendur réðu ekki neitt við neitt og setti Ólafur á langar einræðu eins og títt er um einbirni þegar þau tala við sjálfa sig.
Margt var skrafað á Tvitter og var svo útsendingu á Stöð 2 læst eftir því sem fregnir herma.
Lýkur hér svo að segja frá forsetabardaga sem sendur var út í beinni.
Yfirgáfu kappræður í Hörpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.6.2012 | 00:41 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með að vera kominn í elítureit moggabloggsins.
hilmar jónsson, 4.6.2012 kl. 21:21
Það er langt síðan. Takk fyrir.
En er einhver hamingja að vera stritandi hér á Moggablogginu kauplaus, klórandi sér í hausnum hvað eigi að setja næst inn?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.6.2012 kl. 21:58
Þú hlýtur bráðum að fara að fá laun ( í einhverri mynd )
Annars les ég þig reglulega og líkar vel við bloggið þitt.
hilmar jónsson, 4.6.2012 kl. 22:08
Nei, ég kem ekki til með að fá laun frekar en aðrir bloggarar.
Þetta er ágætt svona. Það er sama hér, ég fylgist með þér.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.6.2012 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.