Fráfarandi forseti setti af stað atburðarás í nýársávarpi sínu. Hann mælti fram mikið orðskrúð sem hægt var að skilja á ýmsa vegu.
Hlupu þá upp nokkrir menn og hófu að safna undirskrifum til stuðnings áframhaldandi setu fráfarandi forseta í embætti. Þetta leikrit gekk svona fram eftir öllum Þorra og Góu. Söfnuðust færri en áætlað var í upphafi.
Fyrirliði söfnunarmanna spurði forseta hvort þetta átak væri ekki í lagi. Fráfarandi forseti sagðist ekkert skipta sér af málinu og lét kyrrt liggja.
Margt manna safnaðist á þennan lista. Engin veit hvar listinn er eða hvort hann verði birtur eða brenndur.
Þess vegna er það óskiljanlegt að fráfarandi forseti mælist svo lág í skoðanakönnunum sem raun ber vitni með allan þennan mannfjölda á bak við.
Í raun má segja að hann sé komin í hönk með framboðsmálefni sín, hvernig svo sem mál fara. Þetta var aldrei það sem átti að gerast.
Undirskriftasöfnunin átti að vera öryggisgirðin um að engin þyrði í í frjálst framboð, að mínu mati.
Þannig að það eru ýmsir listar sem þarf að kanna, þó það geti að lokum orðið hlutverk sagnfræðinga að rekja slík málið.
Grunur um rangar undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.5.2012 | 21:48 (breytt 28.3.2013 kl. 15:54) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver er fráfarandi forseti? Veit ekki betur en yfir 30.000 manns hafi skrifað og formlega afhent núverandi forseta undirskriftir á Bessastaði.
Guðni Karl Harðarson, 23.5.2012 kl. 22:08
Ólafur Ragnar Grímsson er fráfarandi forseti en leitar endurkjörs.
Prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands Páll Skúlason, notaði þetta orð í kastljósi s.l. sunnudag og því er það notað hér í færslunni.
Ég tel þetta rétta notkun á orðinu. Kjörtímabilið er 4 ár og þá fer viðkomandi frá embættinu, en fær það aftur nái hann kjöri með nýju kjörbréfi.
Jafnframt fær hann væntnalega svokallað haldsbréf fyrir Bessastöðum en venjulegir leiguliðar fá byggingarbréf fyrir ábúðarjörðum sínum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.5.2012 kl. 22:22
Ólafur Ragnar Grímsson er ekki fráfarandi forseti. Hann er sitjandi forseti. Forseti Íslands. Þótt einhver annar apaköttur hafi sagt annað þá gerir það vitleysuna ekkert réttari. Sama hversu margir apar apa það eftir honum.
Helga (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 23:29
Þetta er ekki rétt notkun á orðinu nema að forsetatímabili hans sé formlega lokið.
Úr stjórnarskrá Íslands:
Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að 4 árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, er kjörtímabil endar.
Guðni Karl Harðarson, 24.5.2012 kl. 00:09
Hann sem sagt fer frá þann 31. júlí.
Og ef hann nær kjöri aftur þá byrjar bara nýtt tímabil daginn eftir.
Guðni Karl Harðarson, 24.5.2012 kl. 00:11
Ja, prófessorin heldur þessu fram.
Svo er nú orðið sitjandi forseti ekki góð notkun. Má þá ekki alveg eins segja standandi forseti.
Svo svo er verið að tala um meðframbjóðendur og mótframbjóðendur.
Ég héld að fólk byði sig fram til embætti forseta Íslands og væri ekki sérstaklega á móti einhverjum, það hefði engin einkarétt á embættinu.
Þannig lýt í á þessi mál.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.5.2012 kl. 07:01
Einu sinni var til eitthvað fyrirbæri sem kallað var véfrétt og var í Delfí í Grikklandi til forna. Nú er komin ný véfrétt til sögunnar og hún íslensk og hefur verið á Bessastöðum þá ekki verið á heimsendaflakki.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 24.5.2012 kl. 13:35
Þetta er rangt Guðni, (#4) það er málvenja að tala um fráfarandi (að fara frá), þegar hyllir undir lok starfstíma viðkomandi. Þegar viðkomandi er síðan endanlega hættur, er sá hinn sami ekki lengur fráfarandi heldur fyrrverandi!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.5.2012 kl. 16:04
Eru andstæðingar Ólafs Ragnars Grímssonar, búnir að tína áttum? kannski ekki nema von greyin! Standandi Forseti, er bara útúrsnúningur. Gaman væri að heyra nánar um þetta fyrirbæri Grikkja í fornöld, Guðjón Sigþór Jensson, ég er svo ylla upplýstur að ég veit ekki um hvað þú ert að tala!!
Eyjólfur G Svavarsson, 24.5.2012 kl. 16:11
Í ábúðarlögum er gjarnan talað um fráfarandi og viðtakandi ábúendur.
Þannig er það í tilfelli með Ólaf og Bessastað. Hann hefur einungis haldsbréf fyrir jörðinni út þetta kjörtímabil.
Hver viðtakandi verður veit engin á þessari stundu.
En það er alveg klárt í mínum huga að Ólafur er fráfarandi.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.5.2012 kl. 16:22
Hverjir eru andstæðingar forsetans? Það er ekki vitað enda kosningarnar leynilegar.
Þó er skjalfest að 31 þúsund mans hafi skorað á forseta og má því færa rök fyrir því að það sé einskonar vísir að félagaskrá. En það er mjög óvanalegt í forsetakosningum að menn kjósi hálfpartin fyrirfram.
Menn þurfa ekki að vera andstæðingar forsetans þó rætt sé um málvenjur og íslenska tungu.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.5.2012 kl. 16:35
Mér finnst nokkuð bratt og í meira lagi óviðeigandi að kalla Pál Skúlason einhvern apakött og væri full ástæða fyrir Helgu að biðja viðkomandi afsökunar .
Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 17:42
"Fráfarandi" forseti er fínt orð. Ekki síst þegar það er notað um Ólaf Ragnar.
Annars held ég að það séu farnar að renna á Ólaf tvær grímur eða þrjár. Það stefnir nefnilega allt í það að hann verði fyrsti forsetinn sem vill halda áfram en fellur "fyrir eigin hendi" þ.e. þjóðinni sinni.
Láki (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.