Nágranni minn Óðinn Þórisson heldur því fram að framboð Andreu formanns Hagsmunasamsamtaka heimilanna sé beint gegn Þóru Arnórsdóttur. Þetta tel ég ekkert sérstaklega rétt. Það hefur komið fram í fréttum að Hagsmunasamtök heimilanna hafi fundað með forseta á Bessastöðum. Eitthvað hefur þeim sinnast fyrst formaður samtakana fer skyndilega í framboð gegn sitjandi forseta.
Einnig er því haldið fram að þessar forsetakosningar snúist eitthvað um uppgjör við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta er alrangt að mínu mati.
En af hverju fer sitjandi forseti af stað með framboðið með þeim hætti sem raun varð á? Látið er að því liggja að það hafi verið skorað á hann. Stefnt var á 40 þús kjósendur. Undirskriftir fóru vel af stað og gengu greiðlega í 25 þús. en þá dróg mjög úr þeim og fóru þær í lágadrifinu í 31 þús.
Í ævisögu Ólafs Ragnars; Saga af forseta sem kom út fyrir jól 2008 og datt milli stafs og hurðar í Hrunin, er farið mjög ítarlega yfir tengsl forsetans og útrásarvíkingann og öllum samskiptum forsetaembættisins við þá gerð mjög góð skil.
Jafnframt er þess getið á bls. 97 að forseti hafi skorið á öll tengsl við samherja sína úr pólitíkinni. Það kemur því ekki á óvart að það eru Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn sem helst styðja forsetan í þessari könnun núna.
Með því að fara í framboð núna átti að hreins sig af útrásaróværunni og þátttöku og meðvirkninni og koma með glans út úr kosningunum á meðan aðrir færu í fangelsi ellegar eftir atvikum þyldu dóm Landsdóms um sína hagi.
En þetta er nú bara kenning og til þess eru kenningar að velta þeim fyrir sér. Það vita stjórnmálafræðingar manna best.
Heimild: Saga af forseta höf. Guðjón Friðriksson nóv. 2008
Þóra með 9% forskot á Ólaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.5.2012 | 21:07 (breytt 19.3.2014 kl. 19:18) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 338
- Sl. sólarhring: 597
- Sl. viku: 1596
- Frá upphafi: 570902
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 1429
- Gestir í dag: 305
- IP-tölur í dag: 300
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.