Hálft kjörtímabil

BlómakarfaForingjar undirskriftarsöfnunarinnar um áskorun á sitjandi forseta um að vera áfram, stefndu á að ná inn 40 þúsund kjósendum.

Nú hefur komið í ljós að undirskriftinar hafi ekki verið nægjanlega margar og duga víst ekki nema fyrir hálfu kjörtímabili.

Þar fór í verra.  Þá þarf víst að kjósa aftur forseta á miðju kjörtímabili og eftir því sem komist er næst, kosta slíkar kosningar ríkissjóð 170 milljónir.


mbl.is Stefán Jón: Auðvitað vil ég gera gagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur á það svo inni !

Hann hefur sparað Íslendingum hundruði milljarða með því að hafna Icesave lögum.

TVISVAR !

Vonandi heldur hann áfram að standa vörð um hagsmuni Íslands.

Ekki gerir ríkistjórnin það.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 21:42

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég er nú ekki í einhverju áróðursklappliði stjórnmálanna, og því síður í klappliði forseta-áróðurs-kosninganna. Ég virði upplýst lýðræðið of mikið, til að taka þátt í slíku áróðurshjali, sama hver á í hlut.

Ég spyr þig Stefán Jón Hafstein: Hefur þú einhver tengsl við gamla Framsóknarflokkinn í þinni fortíð?

Það er mjög mikilvægt fyrir mig og alla aðra, að þú svarir þessari spurningu minni af heiðarleika og hreinskilni, með réttlætanlegum útskýringum.

Gangi þér annar sem best Stefán Jón, í þínu mikilvæga og ó-eigingjarna sjálfboðaliða-starfi í Afríku. Það er stolt hvers Íslendings, að einhver skuli starfa á svona ó-eigingjarnan og launalausan hátt, við að hjálpa illa stöddum fátæklingum í vanþróuðu Afríku.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.3.2012 kl. 21:50

3 identicon

Stefán Jón er engin sjálfboðaliði. Hann er starfsmaður, meira að segja umdæmisstjóri þjóunarsamvinnustofnunar íslands á Malaví.

stebbi (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 22:16

4 Smámynd: Hvumpinn

Það er nú ekki annað hægt en að hlægja að þessu bulli í Önnu Sigríði Guðmundsdóttur.  Stefán Jón er á ævilöngu egótrippi og hefur það væntanlega ágætt í Malavi.  Á launum frá okkur skattborgurum.

Hvumpinn, 7.3.2012 kl. 23:24

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Anna hefur greinilega ekki lesið fréttina nógu vel, þar kemur fram að hann er starfsmaður...

En henni hlítur að fyrirgefast það.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 23:40

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sumir skilja sem betur fer ekki háðsglósurnar mínar, því þær eru oft handan landamæra nútíma-"siðferðis" og heilaþvotta-fréttaflutnings.

Ég hef líklega mjög oft sloppið fyrir siðferðis-horn mannorðs-aftökusveitanna, vegna minna háðs-pistla og athugasemda. Ég þakka að sjálfsögðu fyrir það.

Gangi okkur öllum vanþróuðum sem best, í þessum vanþróaða og siðlausa græðisheimi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2012 kl. 00:14

7 identicon

Góðan daginn.

Stefán Jón Hafstein getur aldrei orðið forseti Íslands - vonandi ekki!!

Fyrir nokkru síðan stóð ég og í biðröð eftir afgreiðslu ásamt fleirum í útibúi Íslandsbanka við Suðurlandsbraut, þá kom Stefán Jón inn í drapplitaða frakkanum sínum og gékk framhjá öllum í biðröðinni og að afgreiðsluborðinu og var afgreiddur strax athugasemdalaust.

Þegar kom að mér við afgreiðsluborðið þá spurði ég afgreiðslukonuna hverju þetta sætti, að Stefá Jón kæmi inn og gengi bara fram hjá öllum í biðröðinni sem væru líklega eins og ég að nýta hádegishléið sitt í vinnunni til að fara í bankann og hann fengi strax afgreiðslu athugasemda laust? Konugreyið seig niður í sætinu og hvíslaði rauð í framan "ég veit það ekki"

Ég tók mynd af Stefáni Jóni að riðjast að afgreiðsluborðinu og við borðið á símann minn og sendi síðan komment á ákveðinn fjölmiðil um þetta en sá fjölmiðill hafði greinilega ekki áhuga og svaraði ekki.

Kv. Jón Ingi Kr.

Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband